Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2025030195 – Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2024
Fjármálastjóri kynnti ársreikning Seltjarnarsbæjar fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. 2025010123 – Fundargerð 339. fundar skólanefndar
Á 339. fundi skólanefndar 26.03.2025 var eftirfarandi málum vísað til bæjarráðs:
4. 2025020108 - Úthlutun til Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2025-2026.
Skólanefnd samþykkir tillögu að úthlutun til Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2025-2026 með
fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Skólanefnd beinir því jafnframt til sviðsstjóra að áhrif
hagræðingar á innra starf skólans verði könnuð.
5. 2025020109 - Úthlutun til Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2025-2026.
Skólanefnd samþykkir tillögu að úthlutun til Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2025-2026 með
fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Skólanefnd beinir því jafnframt til sviðsstjóra að áhrif
hagræðingar á innra starf skólans verði könnuð.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skólanefndar. Bæjarráð ítrekar kröfu til sviðsstjóra að kanna ítarlega hagræðingarmöguleika.
3. 2025030235 – Stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsv.
Á 602. fundi stjórnar SSH, hinn 28. mars 2025 var eftirfarandi bókað í fundargerð:
2409007 - Fyrirkomulag almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi eru drög að stofnskjölum nýs félags um rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru áður lögð fram á 598. fundi. Framkvæmdastjóri kynnir.
Umrædd drög ásamt fyrirliggjandi minnisblaði eru nú lögð fram að nýju og lagt til að þau verði send sveitarfélögunum til umræðu og afgreiðslu. Afgreiðslu málsins á vettvangi sveitarfélaganna verði lokið á fundum sveitarstjórna í apríl.
Niðurstaða fundar:
Samþykkt. Framkvæmdastjóra er falið að senda fyrirliggjandi drög að stofnskjölum hins nýja félags til sveitarfélaganna til umræðu og afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Fundi slitið: 9:32