Fara í efni

Bæjarráð

173. fundur 13. mars 2025 kl. 08:15 - 09:25 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 2025030049 – Gervigrasvöllur - útboð

Bæjarstjóri kynnti niðurstöður útboðs varðandi nýtt gervigras á Vivaldivöll.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda frá Metatron.

2. 2025030036 – Andmæli við frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Bæjarstjóri lagði fram umsögn við frumvarp Jöfnunarsjóðs sem sent var í samráðsgátt stjórnvalda.

Bókun meirihluta:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarráði mótmæla frumvarpinu harðlega eins og kemur fram í umsögn bæjarstjóra um frumvarpið. Ákvæði 3. mgr. 3. gr. í drögum að frumvarpinu um Jöfnunarsjóðinn er tilraun til miðstýringar sem fer gegn meginreglum um sjálfsstjórn sveitarfélaga og lagareglum sem koma fram í stjórnarskránni og sveitarstjórnarlögunum. Ef frumvarpið fer í gegn óbreytt að þessu leyti er ekki lengur sami hvati fyrir bæinn að reyna eftir megni að gera vel í rekstri og umbuna íbúum með lækkun útsvarsprósentu í framhaldi af því.

Bókun minnihluta:

Undirrituð styður ekki umsögn bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar um frumvarpið. Ný lög um Jöfnunarsjóð eru löngu tímabær, sérstaklega reiknireglur. Það er grundvallarmál að lág skattaprósenta í einu sveitafélagi sé ekki niðurgreidd af íbúum annarra sveitafélaga.

Varðandi útfærslu frumvarps eru áhrif nokkuð óljós og því kalla ég eftir upplýsingum og áhrif á framlög til Seltjarnarnesbæjar.

Sigurþóra Bergsdóttir

3. 2025030080 – Æfing neyðarstjórnar Seltjarnarnesbæjar með almannavarnarnefnd hbsv. 2025

Skýrsla neyðarstjórnar höfuðborgarsvæðisins varðandi æfingu, sem haldin var í Seltjarnarnesbæ í febrúar, lögð fram til kynningar.

4. 2025030082 – Sameining íþrótta- og menningarnefnda

Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við sameiningu nefndanna.

5. 2023090285 – Óendurskoðað uppgjör 2024

Sviðsstjóri fjármála leggur fram óendurskoðað uppgjör og greinir frá framgangi vinnu við ársuppgjör Seltjarnarnesbæjar.

 

Fundi slitið: 9:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?