Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Svana Helen Björnsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2024080153 – Gervigras við Suðurströnd
Bæjarstjóri kynnti möguleika varðandi nýtt gervigras.
Bæjarráð samþykkir að ráðast í útboð á nýju gervigrasi og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og undirbúa útboð.
2. 2023090285 – Mánaðaryfirlit – nóvember 2024
Sviðsstjóri fjármálasviðs lagði fram mánaðaryfirlit.
3. 2025010140 – Útboð vegna byggingar nýs leikskóla
Bæjarstjóri kynnti stöðu og möguleika varðandi byggingu nýs leikskóla.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
4. 2024070027 – Samgöngusáttmálinn – sex mánaða skýrsla
Sex mánaða skýrsla um Samgöngusáttmálann lögð fram til kynningar.
Bæjarráð bendir á að ekki er fjallað um fjármál í skýrslunni, líkt og áskilið er 6.gr. samkomulagsins. Bæjarstjóra falið að fá þessar upplýsingar.
5. 2025010198 – Virkni og vellíðan
Bæjarstjóri leggur fram drög að samningi við fyrirtækið Frísk til framtíðar.
Undirritun samnings frestað og bæjarráð felur bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
6. 2024100228 – Verkfall í Leikskóla Seltjarnarness
Staða í kjaramálum leikskólakennara rædd.
Bæjarráð harmar að málið sé ekki komið lengra en raun ber vitni og hvetur samningsaðila til að gera allt til að leysa kjaradeiluna.
Fundi slitið: 9:19