Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þór Sigurgeirsson og Svana Helen Björnsdóttir.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2024120091– Stofnun nýs félags um rekstur almenningssamgangna
Birgir Björn Sigurjónsson og Ásthildur Helgadóttir mættu á fundinn og kynntu fyrirkomulag um nýtt félag um rekstur almenningsvagna. Umræður.
Bæjarráð samþykkir samhljóða stofnun nýs félags um rekstur almenningsvagna.
2. 2024080154 – Gjaldskrá 2025
Sviðsstjóri lagði fram gjaldskrá og tillögur að breytingum á henni fyrir árið 2025.
Bæjaráð samþykkir gjaldskrá með breytingum fyrir árið 2025.
3. 2024120105 – Skjalastefna Seltjarnarnesbæjar
Fyrir fundinum liggja gögn vegna breytinga á skjalastefnu Seltjarnarnesbæjar og uppfærslu á stefnunni. Uppfærslan snýr að því að Seltjarnarnes geti breytt skjalavörslu sinni og farið í rafræn skil.
Bæjarráð samþykkir skjalastefnu Seltjarnarnesbæjar.
4. 2024120194 – Hreyfing 60+ í Gróttu
Verkefnið kynnt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og fá tilboð.
5. 2024120050 – Trúarbrögðin útilistaverk
Eftirfarandi áskorun frá menningarnefnd liggur fyrir: Menningarnefnd ræddi mikilvægi þess að standa vörð um útilistaverk Seltjarnarnesbæjar og skorar á bæjarráð að tryggja fjármagn svo sinn megi brýnni forvörslu og lagfæringu á umræddu listaverki og öðrum útilistaverkum bæjarins eftir þörfum.
Bæjarráð samþykkir ályktun menningarnefndar og felur sviðsstjóra að leita tilboða í verkið.
Bæjarráð þakkar Guðmundi Ara Sigurjónssyni, sem er að ganga úr bæjarráði og setjast á þing, fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fundi slitið: 10:35