Fara í efni

Bæjarráð

169. fundur 07. desember 2024 kl. 08:15 - 09:47

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 2024010121– Fundargerð 475. fundar fjölskyldunefndar

Fundargerð 475. fundar fjölskyldunefndar liggur fyrir til samþykktar. Eftirfarandi lið í fundargerðinni er vísað til bæjarráðs:

2024050236 - Heilsuefling 60 ára og eldri.

Eva Katrín Friðgeirsdóttir kynnti verkefnið Virkni og Vellíðan.

Fjölskyldunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs að skoða gerð samstarfssamnings um verkefnið og við íþróttafélagið Gróttu vegna þess.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að halda áfram með málið gagnvart aðilunum sem standa að verkefninu Virkni og vellíðan.

 

2. 2024110103 – Nýr stofnsamningur SHS

Eftirfarandi erindi frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsi er vísað til bæjarráðs:

Bókun stjórnar SHS á 266. fundi þann 18. október 2024 var eftirfarandi:

Stjórn samþykkir stofnsamninginn. Hann verður sendur til staðfestingar í innviðaráðuneytið og svo til aðildarsveitarfélaganna til staðfestingar. Að því loknu

mun stjórn undirrita stofnsamninginn og tekur hann þá gildi.  Staðfesting innviðaráðuneytisins liggur nú fyrir. Fyrir hönd stjórnar SHS óskar undirritaður

eftir staðfestingu sveitarfélagsins á meðfylgjandi nýjum stofnsamningi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.ehf. liggur fyrir til samþykktar.

Bæjaráð samþykkir nýjan stofnsamnng Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

3. 2024120031 – Umsókn um stofnframlag til HMS 2024

Lögð eru fram gögn um umsóknir um stofnframlag til HMS vegna kaupa á tveimur félagslegum íbúðum í eignasafn Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarráð samþykkir umsóknirnar um stofnframlög og felur fjármálastjóra að vinna málið áfram.

4. 2024120036 – Útboð/tilboð öryggiskerfi

Umræða um stöðu mála varðandi öryggiskerfi hjá Seltjarnarnesbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5. 2024120037 – Tilboð – þrif á stofnunum Seltjarnarnesbæjar

Umræða um stöðu mála varðandi þrif á stofnunum hjá Seltjarnarnesbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

6. 2023090285 – Mánaðaryfirlit – september 2024

Sviðsstjóri fjármálasviðs leggur fram yfirlit yfir afkomu Seltjarnarnesbæjar fyrstu tíu mánuði ársins.

7. 2024080154 – Fjárfestingaráætlun 2025

Sviðsstjóri fjármálasviðs fer stöðuna í áætlun fyrir árið 2025.

Umræður. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármálasviðs að vinna áætlun áfram til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

 

Fundi slitið: 9:47

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?