Fara í efni

Bæjarráð

168. fundur 07. nóvember 2024 kl. 08:15 - 09:57

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Svana Helen Björnsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 2024010121– Fundargerð 336. fundar skólanefndar

Fundargerð 336. fundar skólanefndar liggur fyrir til samþykktar. Eftirfarandi erindum er vísað til bæjarráðs:

10. 2024100217 Erindi frá foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla - Skólalóð og umferðaröryggi.

Lagt fram. Skólanefnd tekur undir erindið og vísar því til bæjarráðs til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

11. 2024100223 Erindi frá foreldrafélögum Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla - Selið.

Lagt fram. Skólanefnd tekur undir erindið og vísar því til bæjarráðs til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

12. 2024100222 Erindi frá foreldrafélagi Valhúsaskóla - Skólalóð.

Lagt fram. Skólanefnd tekur undir erindið og vísar því til bæjarráðs til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

13. 2024100220 Erindi frá foreldrafélagi Valhúsaskóla - Framlag til mótvægisaðgerða vegna símafrís.

Lagt fram. Skólanefnd tekur undir erindið og vísar því til bæjarráðs til skoðunar við gerð

fjárhagsáætlunar.

Bæjaráð vísar erindunum til frekari vinnslu í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.

2. 2024110053 – Leigusamningur við Ásvelli ehf.

Leigusamningur við Ásvelli ehf. liggur fyrir til samþykktar.

Bæjaráð tekur samþykkir leigusamninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

3. 2024100228 – Verkfall í Leikskóla Seltjarnarness

Farið var yfir áhrif verkfalls í Leikskóla Seltjarnarness á starfssemi leikskólans og bæjarbúa.

4. 2023090285 – Mánaðaryfirlit – september 2024

Sviðsstjóri fjármálasviðs leggur fram yfirlit yfir afkomu Seltjarnarnesbæjar fyrstu níu mánuði ársins.

5. 2024080154 – Drög að fjárfestingaráætlun 2025

Sviðsstjóri fjármálasviðs fer yfir drög að áætlun em liggja fyrir fundinum.

Bæjarráð fjallar um drögin og felur sviðsstjóra fjármála að vinna tillögur varðandi fjárhagsáætlun áfram.

 

Fundi slitið: 9:57

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?