Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Svana Helen Björnsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2024080183 – Uppfærsla samgöngusáttmála
Fyrir fundinum liggja gögn varðandi nýsamþykktan samgöngusáttmála.
Samgöngusáttmáli til umræðu og bæjarstjóra falið að leita lögfræðiálits á afmörkuðum hluta sáttmálans.
2. 2024080188 – Umsókn um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness
Á fundi skólanefndar þann 28.08.2024 var eftirfarandi fært í fundargerð undir 3. dagskrárlið, málsnr. 2024080188 - Umsókn um stuðning við börn í Leikskskóla Seltjarnarness skólaárið 2024-2025.
Skólanefnd samþykkir óskir Leikskóla Seltjarnarness um stuðning við börn í LS fyrir skólaárið 2024 - 2025, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu Skólanefndar.
3. 2024080283 – Sérstakur húsnæðisstuðningur – breyting á hámarksfjárhæð
Á fundi fjölskyldunefndar þann 03.09.2024 var eftirfarandi fært í fundargerð undir 5. dagskrárlið, málsnr. 2024080283 - Sérstakur húsnæðisstuðningur.
Fjölskyldunefnd mælist til þess að þak á sérstökum húsnæðisstuðningi verið hækkað í kr. 103.000,- f.o.m. 1. júní 2024 vegna breytinga á lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu Fjölskyldunefndar.
4. 2024090212 – Viðauki 7 - Málefni fatlaðra – aukin þjónustuþörf
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og fjármálastjóri sækja um viðauka í málefnum fatlaðra til að mæta aukinni þjónustuþörf í málaflokknum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármálasviðs að fá frekari gögn varðandi málið og frestar samþykki viðaukans.
5. 2024090213 – Viðauki 8 - Launaviðauki
Fjármálastjóri sækir um viðauka til að mæta kjarasamningsbundnum hækkun á árinu.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
6. 2024090146 – Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins
Eftirfarandi tillögur frá SHS eru lagðar fram til samþykktar:
Gerð er tillaga um að komið verði á fót sameiginlegu farsældarráði landshlutans.
Jafnframt er lagt til:
Að framkvæmdastjóra SSH verði falið gera viðaukasamning við samning um Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins við mennta- og barnamálaráðuneytið um fjármögnun ráðningar verkefnastjóra sem starfi að undirbúningi stofnunar farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins.
Að framkvæmdastjóra SSH verði falin ráðning verkefnastjóra á grundvelli ofangreinds viðaukasamnings.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar.
7. 2024090161 – Félagslegt húsnæði – kaup á íbúð
Sviðsstjóri fjármálasviðs fer fram á heimild til að kaupa íbúð, fyrir að allt að kr. 80 m.kr. inn í félagslegt eignasafn bæjarins.
Bæjarráð veitir sviðsstjóra fjármálasviðs heimild til að kaupanna.
8. 2024080149 – Þjónustu- og ánægjukönnun á bæjarskrifstofu
Almennar niðurstöður úr þjónustu- og ánægjukönnun sem gerð var á bæjarskrifstofunni liggja fyrir fundinum.
Bæjarráð lýsir ánægju með jákvæðar niðurstöður könnunarinnar og felur sviðsstjóra fjármálasviðs að vinna áfram með þá þætti sem tækifæri eru til að bæta.
9. 2024080154 – Forsendur fjárhagsáætlunar frá Sambandinu
Sviðsstjóri leggur fram uppfærðar forsendur fjárhagsáætlunar frá Sambandi til kynningar.
Aukaefni:
Fyrir fundinum liggja fyrir gögn frá launadeild til að kynna þær breytingar sem verða með kjarasamningum sem taka gildi 1. nóvember.
Svana Helen víkur af fundi kl. 9:30
Fundi slitið: 9:56