Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2023090285 – Mánaðaryfirlit janúar – júní 2024
Sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti sex mánaða uppgjör.
2. 2024060062 – Útboð skólamáltíða hjá grunnskólum Seltajarnarnesbæjar
Samningur og tilboð frá Skólamat ehf. um framleiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Seltjarnarnesbæjar 2024 - lagt fram til kynningar og samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði frá Skólamat ehf.
3. 2024080169 – Útboð – Uppsetning LED lýsing á götum og stígum
Samantekt frá Liska á hæfi og tillögum í útboði á vinnu við uppsetningu lampa fyrir gatna- og stígalýsingu á Seltjarnarnesi lagt fram til kynningar og samþykktar. Lagt er til að taka tilboði lægstbjóðanda, Bergrafs ehf., enda stenst sá aðili allar kröfur um fjárhagslegt og tæknilegt hæfi.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bergrafs ehf.
4. 2024080061 – Strætó bs. – aukið rekstrarframlag
Erindi frá frá Strætó bs. um aukið rekstrarframlag vegna hækkunar á kostnaði við aðkeyptan akstur lagt fram til samþykktar. Heildarhækkun framlags er 188 m.kr. og nemur hlutur Seltjarnarness í því framlagi tæplega 3,4 m.kr.
Bæjarráð samþykkir aukið rekstarframlag til strætó í samræmi við framlögð gögn og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
5. 2024080159 – Sorpa bs. – Tekjuskattsundanþága byggðasamlaga
Eftirfarandi tillaga frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til samþykktar:
Í því skyni að ljúka máli gagnvart ESA (mál nr. 81738) er varðar ríkisstyrk í formi tekjuskattsundanþágu er lagt til að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði flutt í félag eða eftir atvikum félög með takmarkaðri ábyrgð. Efnahagsleg starfsemi í þessu tilliti tekur til reksturs móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi, gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi og urðunarstaðar á Álfsnesi. Tillögur um nánari útfærslu þessa munu liggja fyrir í upphafi árs 2025 en gert er ráð fyrir að innleiðingu verði lokið um áramótin 2025-2026. Vinnu stefnuráðs varðandi framtíðarstefnumótun Sorpu bs. og úrgangsmál á höfuðborgarsvæðinu er ólokið. Samþykkt framangreinds bindur ekki hendur eigenda vð frekari stefnumótun, þ.á.m. varðandi breytingar á rekstrarformi Sorpu bs. kjósi þeir svo.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
6. 2024080153 – Gervigras við Suðurströnd – erindi frá Gróttu
Minnisblað og beiðni frá Gróttu, sem send var Íþrótta- og tómstundanefnd lögð fram.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fjármálasviðs í áætlunargerð næsta árs.
7. 2024080154 – Fjárhagsáætlun 2025 – verk- og timaáætlun og forsendur
Sviðsstjóri fjármálasviðs leggur fram verk- og tímaáætlun til samþykktar bæjarráðs. Enn fremur kynnir sviðsstjóri drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2025.
Umræður um forsendur og verk- og tímaáætlun og vísað til frekari vinnslu.
Fundi slitið: 9:30