Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2023090285 – Staða á framkvæmdum í Grunnskóla Seltjarnarness
Sviðsstjóri fjármálasviðs fór yfir stöðu framkvæmda í Grunnskóla Seltjarnarness.
Ákveðið að halda annan kynningar- og yfirlitsfund með framkvæmdaaðilum eins fljótt og auðið er.
2. 2024010121 – fundargerð 334. fundar skólanefndar Seltjarnarnesbæjar
Fundargerð 334. fundar skólanefndar lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fundargerð skólanefndar sem er í 7 liðum.
3. 2024010124 – fundargerð 153. fundar skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerð 153. fundar skipulags- og umferðarnefndar lögð fram.
4. 2024030127 – fundargerð 161. fundar Veitustjórnar Seltjarnarness
Fundargerð 161. fundar Veitustjórnar Seltjarnarness lögð fram.
5. 2024010126 – fundargerð 445. (10.) fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness
Fundargerð 445. (10.) fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness.
6. 2024010154 – fundargerð 580. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
3. Fjölsmiðjan – rekstur og fjárhagur - 150100
Fyrirliggjandi er erindi og beiðni Fjölsmiðjunnar um aukin rekstrarframlög aðildarsveitarfélaganna þ.m.t. vegna húsaleigu og endurnýjun á þjónustusamningi sem rennur út um áramótin 2024/2025.
Þá kemur fram í kynningu sem er meðfylgjandi erindinu rekstrarreikningur ársins 2023 og greiðsluflæði starfseminnar fyrir árið 2024.
Niðurstaða: Stjórn samþykkir að leggja til við aðildarsveitarfélögin að endurnýja þjónustusamning sinn við Fjölsmiðjuna til allt að fimm ára á grunni núverandi samnings og viðauka við hann.
Þá verði hlutfall aðildarsveitarfélaganna í húsaleigu Fjölsmiðjunnar áfram 40% en áætlað er að sú hækkun verði á ársgrundvelli frá 1. janúar 2025 um 8,8 millj.kr.
Sá fyrirvari er gerður að aðrir sem koma að rekstri Fjölsmiðjunnar geri slíkt hið sama.
Stjórn leggur til að ákvörðun um aukin bein rekstarframlög verði frestað enda mikilvægt að stjórn Fjölsmiðjunnar eigi samtal við fulltrúa ríkisins um frekari aðkomu m.a. vegna nemenda með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn. Þá er óskað eftir frekari gögnum frá stjórn Fjölsmiðjunnar er varðar samsetningu nemendahóps Fjölsmiðjunnar.
Skrifstofu SSH er falið að leggja ofangreint fyrir aðildarsveitarfélögin til umræðu og afgreiðslu og skal niðurstaða berast til SSH fyrir þann 26. júlí. nk.
Samþykkt.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu stjórnar SSH á 3. tölulið samhljóða.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina, sem er í 17 töluliðum, samhljóða.
7. 2024020208 – fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 26. júní 2024
Fundargerðin lögð fram
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
2. Útganga sveitarfélaga úr Reykjanesfólkvangi
Staðfesting liggur fyrir á útgöngu Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga, Seltjarnarnesbæjar og Kópavogsbæjar. Útganga er tímasett 30. júní 2024 og hafa fyrrnefnd sveitarfélög öll greitt hálft árgjald miðað við hlutfallsgreiðslur fyrir árið 2024 til fólkvangsins. Fulltrúar Garðabæjar, Grindavíkurbæjar og Hafnarfjarðarbæjar sitja áfram í stjórn Reykjanesfólkvangs. Þessi niðurstaða hefur borist til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem gert er ráð fyrir að vinni nauðsynlegar breytingar á auglýsingu um Reykjanesfólkvang í samræmi við ofangreinda niðurstöðu.
Bæjarráð staðfestir ofangreinda bókun og það að Seltjarnarnesbær hefur gengið úr Reykjanesfólkvangi miðað við 30. júní 2024.
8. 2024070094 – Viðauki 6 – Uppfærsla umferðaröryggisáætlunar
Beiðni frá sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um viðauka til að fjármagna kostnað við uppfærslu umferðaröryggisáætlunar sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun.
Bæjarráð samþykkir viðaukann í umboði bæjarstjórnar.
9. 2024070095 – Breyting á samþykktum um laun fyrir störf í bæjarstjórn og nefndum hjá Seltjarnarnesbæ
Fyrir fundinum liggur fyrir tillaga að breytingum á samþykktum um laun fyrir störf í bæjarstjórn og nefndum hjá Seltjarnarnesbæ.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu og felur sviðsstjóra fjármálasviðs að gera nauðsynlega uppfærslu á samþykktinni.
10. 2024060062 – Útboð skólamáltíða
Fyrir fundinum liggur fyrir niðurstaða í útboði skólamáltíða hjá Seltjarnarnesbæ. Lagt fram til kynningar.
11. 2023090285 – Mánaðaryfirlit janúar – júní 2024
Sviðsstjóri fjármálasviðs fer yfir afkomu bæjarins fyrstu sex mánuði ársins.
Fundi slitið: 10:15