Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
Launamál
Alda kemur inn á fundinn og fer yfir áhrif nýrra kjarasamninga.
1. 2024060010 – Úthlutun til Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025
Greinargerð að úthlutun til starfsemi Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2024 – 2025 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir framlagða greinargerð.
2. 2024060009 – Úthlutun til Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025
Beiðni Greinargerð að úthlutun til starfsemi Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2024 – 2025 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir framlagða greinargerð .
3. 2024060100 – Viðauki 4 – Malbikun Suðurstranda
Beiðni frá sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um viðauka til að fjármagna framkvæmdir við malbikun í sveitarfélaginu sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun.
Bæjarráð samþykkir viðaukann í umboði bæjarstjórnar.
4. 2024060102 – Viðauki 5 – Tölvubúnaður í Grunnskóla Seltjarnarness
Beiðni frá fjármálastjóra um viðauka til að klára kaup á tölvubúnaði fyrir Grunnskóla Seltjarnarness.
Bæjarráð samþykkir viðaukann í umboði bæjarstjórnar.
5. 2024060099 – Erindi til lóðarleiguhafa - reitur M-2B
Drög að bréfi til lóðarleiguhafa á reit M-2B lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir framlagt bréf.
Fundi slitið: 9:00