Fara í efni

Bæjarráð

160. fundur 23. maí 2024 kl. 08:00

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 2024010404 – Tillaga að stjórnskipulagi Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla frá 01.08.2024

Tillaga að nýju stjórnskipulagi Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla sem mun gilda frá hausti 2024 lagt fram.  Baldur Pálsson, sviðsstjóri Fjölskyldusviðs kemur á fundinn og kynnir tillöguna.

Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða með breytingum sem ræddar voru á fundinum.

2. 2023080054 – Útboð á sorphirðu á Seltjarnarnesi

Samantekt á hæfi og tillögum í útboði á sorphirðu á Seltjarnarnesi lagt fram til kynningar og samþykktar. Lagt er til að taka tilboði lægstbjóðanda, Terra Umhverfisþjónustu, enda uppfyllir bjóðandi hæfiskröfur og skilmála útboðslýsingar og tilboð hans metið hagstæðast útfrá mati á tilboðum

Magnús Örn víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Terra umhverfisþjónustu.

3. 202405017 – Útboð á LED lýsingu á götum og stígum

Samantekt á hæfi og tillögum í útboði á lömpum fyrir gatna- og stígalýsingu á Seltjarnarnesi lagt fram til kynningar og samþykktar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að fá frekari gögn.

4. 2024050148 – Ráðning bæjaritara

Kostnaðarmat vegna ráðningar bæjarritara í hálft stöðugildi lagt fram til kynningar.

Bæjarráð fór yfir kostnaðarmatið og felur bæjarstjóra að hefja vinnu við þjónustu- og ánægjukönnun á bæjarskrifstofunni sem hluta af þessari vinnu.

5. 2024040214 – Vinnuhópur um þróun lóða á reitum M-1 og M-2

Tillaga að skipan vinnuhóps um þróun lóða á M-1 og M-2 lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir tillögu að skipan vinnuhópsins.

6. 2023090285 – Mánaðaryfirlit – jan - mars 2024

Sviðsstjóri fjármálasviðs fer yfir afkomu Seltjarnarnesbæjar fyrstu þrjá mánuði ársins.

Bæjarráð frestar málinu.

7. 2024050149 – Aðgerðaáætlun v. hagræðingar 2024 - 2025

Tillögur að hagræðingaraðgerðum lagðar fram til umræðu.

Bæjarráð frestar málinu.

8. 2022080045 – Forvarnarstarf og endurgerð forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar

Á 472. fundi fjölskyldunefndar var fært í fundargerð undir. 1. dagskrárlið 2022080045:

Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að Forvarna- og lýðheilsustefnu Seltjarnarnesbæjar og vísar til bæjarráðs til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu Fjölskyldunefndar samhljóða og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

 

Fundi slitið: 9:36

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?