Fara í efni

Bæjarráð

161. fundur 10. júní 2024 kl. 16:30

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 2023090285 – Mánaðaryfirlit – janúar - apríl 2024

Sviðsstjóri fjármálasviðs fer yfir afkomu Seltjarnarnesbæjar fyrstu fjóra mánuði ársins.

2. 202405017 – Útboð á LED lýsingu á götum og stígum

Samantekt frá Liska á hæfi og tillögum í útboði á lömpum fyrir gatna- og stígalýsingu á Seltjarnarnesi lagt fram til kynningar og samþykktar. Lagt er til að taka tilboð Fagkaupa – S. Guðjónssonar enda var það stigahæsti bjóðandinn og tæknilegir eiginleikar og lýsingarútreikningar hafa verið sannreyndir hjá honum.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Fagkaupa – S.Guðjónssonar.

3. 202406007 - Viðauki #2 – Eignasala – Safnatröð hjúkrunarheimili

Beiðni frá sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um viðauka við áætlun 2024 til að skýra áhrif eignasölu Safnatraðar á rekstur bæjarins lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarstjórnar.

4. 2024060028 - Viðauki #3 – Eignasala – Sæbraut 1

Beiðni frá sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um viðauka við áætlun 2024 til að skýra áhrif eignasölu Sæbrautar 1 á rekstur bæjarins lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarstjórnar.

5. 2024010404 – Tillaga að stjórnskipulagi Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla frá 01.08.2024

Tillaga frá fundi bæjarráðs þann 23. maí s.l., að nýju stjórnskipulagi Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla, aftur tekin til umræðu, vegna óska skólastjórnenda um breytingu á ákveðnum liðum í henni.

Bæjarráð samþykkir tillögu að nýju stjórnskipulagi með breytingum. Þannig verður 0,49 stöðugildi deildarstjóra í Valhúsaskóla til áramóta.

6. 2023040171 - Heilsuefling 60 ára og eldri innan íþróttafélagsins Gróttu

Erindi frá Öldungaráði Seltjarnarness lagt fram til kynningar.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að óska eftir frekari gögnum og vísar málinu til ÍTS.

7. 2024060031 - Kynning á tillögu að breytingum á opnunar- og símatíma á bæjarskrifstofu

Tillaga að breyttum opnunartíma á síma og bæjarskrifstofu lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

8. 2024050149 – Þjónustu- og ánægjukönnun á bæjarskrifstofu

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Svava G. Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs víkja af fundinum undir þessum lið.  Útfærsla á þjónustu- og ánægjukönnun á bæjarskrifstofu rædd.

Bæjarráð samþykkir að fela forseta bæjarstjórnar að vinna málið áfram með úttektaraðila.

 

Fundi slitið: 17:48.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?