Fara í efni

Bæjarráð

155. fundur 25. janúar 2024 kl. 08:00

155. fundur Bæjarráðs var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni Austurströnd 2, fimmtudaginn 25. janúar 2024 kl. 08.00.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Magnús Örn Guðmundsson, formaður bæjarráðs, setti fundinn og gekk til dagskrár.

Dagskrá:

1. 2023080222 – Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Á 470. fundi fjölskyldunefndar, var eftirfarandi fært í fundargerð undir 3. dagskrárlið: 2024010229 - Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

Fjölskyldunefnd staðfestir endurskoðaðar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og vísar til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu Fjölskyldunefndar og vísar til bæjarstjórnar.

2. 2023120158 – Aukaframlag Strætó v. dómsmáls

Erindi frá stjórn Strætó bs. lagt fram. Erindið varðar beiðni Strætó um aukaframlag til að standa skil á greiðslu skaðabóta og vaxta skv. niðurstöðu Landsréttar í máli 344/2022. Hlutur Seltjarnarness er 6.580.007 kr.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur fjármálastjóra að ganga frá málinu gagnvart Strætó bs.

3. 2024010401 – Breytingar á gjaldskrám Seltjarnarnesbæjar

Fjármálastjóri leggur fram frumtillögur að breytingum á gjaldskrá Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna málið áfram.

4. 2024010386 – Verklagsreglur um viðauka hjá Seltjarnarnesbæ

Fjármálastjóri leggur fram drög að verklagsreglum og vinnuferli við framlagningu og vinnslu viðauka hjá Seltjarnarnesbæ.

Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

5. 2024010402 – Viðauki 1 - stuðningsþjónusta

Beiðni frá sviðsstjóra Fjölskyldusviðs um viðauka vegna aukinnar stuðningsþjónustu í leikskólum lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarstjórnar.

6. 2024010404 – Skipulag grunnskólans

Umræður um skipulag grunnskólans og fýsileika þess að skipta grunnskólanum upp í tvær sjálfstæðar einingar.

Bæjarstjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs falið að kanna ítarlega kosti og galla þess að skipta grunnskólanum í tvo sjálfstæða skóla. Rekstrarleg og fagleg sjónarmið verði látin ráða ferðinni auk þess sem samráð verður haft við skólastjórnendur, kennara og foreldra.

7. 202410403 – Eineltisáætlun Seltjarnarnesbæjar

Fyrir fundinum liggur Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndaráætlun Seltjarnarnesbæjar frá 2023 ásamt eineltisáætlun bæjarins frá 2018.

Bæjarráð telur þörf á að skerpa vinnuferla þegar það kemur að eineltismálum hjá sveitarfélaginu og uppfæra eineltisáætlun bæjarins. Bæjarráð felur fjármálastjóra að koma þeirri vinnu í farveg.

8. 2024010231 – Heimaþjónusta

Umræða um stöðu og fyrirkomulag heimaþjónustu hjá Seltjarnarnesbæ.

Bæjarstjóra falið að hefja vinnu við að skoða ítarlega heimaþjónustu og þá möguleika sem í boði eru til að bæta hana, bæði gæði hennar og rekstur, þ.m.t. að skoða frekari úthýsingu eða taka meira af þjónustunni til sín. Bæjarráð óskar enn fremur eftir samanburði á verði notenda þjónustunnar í samanburði við nágrannasveitarfélögin.

9. 2022090177 – Mánaðaryfirlit – nóvember 2023

Frestað.

10. 2024010413 – Leigusamningur við Hlér v. grunnskóla

Leigusamningur við Hlér ehf. er lagður fram. Leigusamningurinn er vegna rýma sem nýtt eru sem skólastofur á meðan á framkvæmdum við grunnskólann stendur.

Bæjarráð samþykkir leigusamning við Hlér ehf.

11. 2024010416 - Erindi frá Ungmennaráði Seltjarnarnesbæjar

Erindi frá Ungmennaráði Seltjarnarnesbæjar lagt fram.

Afgreiðslu erindis Ungmennaráðs er frestað og óskað frekari gagna.

12. 2024010419 – Fundatímar bæjarráðs árið 2024

Tillaga að fundartímum bæjarráðs á árinu 2024 lögð fram.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Fundi slitið kl. 9:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?