153. fundur bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 6. desember 2023 kl. 16:00
Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2023090285 – Fjárhagsáætlun 2024
Fjármálastjóri fór yfir fjárhagsáætlun komandi árs og þær breytingar sem hafa orðið á milli umræðna.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 13. desember 2023.
2. 2023090285 – Fjárhagsáætlun 2024 - Þriggja ára áætlun
Fjármálastjóri fór yfir 3ja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar, 2024 – 2027.
Bæjarráð samþykkir að vísa þriggja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2024-2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 13. desember 2023.
3. 2022100165 – Seltjarnarnesbær 50 ára 2024 – fjármagn
Tillaga sviðsstjóra um fjármagn vegna 50 ára afmælishátíðar bæjarins lögð fram ásamt fyrstu hugmyndum að viðburðum á afmælisárinu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og samskiptasviðs að skipuleggja hátíðardagskrá í samráði við menningarnefnd innan ramma fjárhagsáætlunar.
4. 2023080144 – Reglur Seltjarnarnesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning
Liður nr. 4 í 469. fundargerð Fjölskyldunefndar lagður fyrir hjá bæjarráði til ákvörðunar um fjármagn er varðar sérstakan húsnæðisstuðning.
Fjölskyldunefnd samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Upphæð samanlags húsnæðisstuðnings frá HMS og sérstaks húsnæðisstuðnings skal ákveðinn við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að hækka hámark samanlagðra húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í 98.500 kr.
5. 2023010365 – Lántaka 2023
Fjármálastjóri lagði fram tillögu um hækkun á yfirdráttarreikningi bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að hækka yfirdráttarfjárhæð um 150 m.kr. og felur fjármálastjóra að kanna hagstæðustu kjör.
6. 2023010076 – Stjórn SSH, bókun í fundargerð 566 um fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Lögð fram bókun stjórnar SSH um fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun Skíðasvæða höfðuborgarsvæðisins. Óskað er eftir umræðu og afgreiðslu á annars vegar fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og hins vegar bókun stjórnar SSH um tillögu samráðsnefndarinnar á vettvangi sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar erindi SSH áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
7. 2023050157 – Eigendafundur Sorpu bs. – Álfsnes, viðauki við eigendasamkomulag
Viðauki lagður fram.
Bæjarráð vísar málinu áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
8. 2023120055 – Leiðrétting launa bæjar- og nefndarfulltrúa 2023
Tillaga lögð fram.
Fundi slitið 18.17