Fara í efni

Bæjarráð

151. fundur 07. nóvember 2023

151. fundur bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kl. 17:00

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 2023090285 – Fjárhagsáætlun 2024

Vinnuskjöl með drögum að frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 lagt fram.

Bæjarráð ræddi mismunandi sviðsmyndir miðað við forsendur við fjárhagsáætlunargerð. Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður fram haldið á næsta fundi bæjarráðs..

2. 2023060159 – Ráðningar í Grunnskóla Seltjarnarness

Erindi frá Skólanefnd. Á fundi Skólanefndar 11.10.2023 undir lið nr. 8 var samþykkt að leitað verði til óháðs utanaðkomandi fagaðila um að gera útttekt á ráðningum að Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2023-2024. Nefndin óskar eftir því að mannauðsstjóra Seltjarnarnesbæjar verði falið að fá til þess færann aðila að annast úttektina.

Bæjarráð samþykkir erindi skólanefndar.

3. 2023090309 – Selkórinn – endurnýjun samstarfssamnings og stuðnings árin 2024 - 2026

Erindi frá Menningarnefnd. Á fundi menningarnefndar 10.10.2023 undir lið nr. 7 var tekin fyrir beiðni Selkórsins um endurnýjun á samstarfssamningi við Seltjarnarnesbæ til næstu þriggja ára en núverandi samningur rann út árið 2023. Menningarnefnd var hlynnt áframhaldandi stuðningi og samstarfi og vísaði erindinu áfram til bæjarráðs til lokaákvörðunar.

Bæjarráð samþykkir endurnýjun á samstarfssamningi við Selkórinn til þriggja ára, frá 2024–2026, að fjárhæð kr. 800.000,- árlega.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?