149. fundur bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, fimmtudaginn 28. september 2023 kl. 08:15
Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2023090285 – Fjárhagsáætlun 2024
Drög að grunnforsendum í fjárhagsáætlun lögð fram
Sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti drögin. Bæjarráð ræddi mismunandi sviðsmyndir miðað við forsendur við fjárhagsáætlunargerð.
2. 2023090041 – Hækkun gjaldskrár Terra á sorphirðu fram að sameiginlegu útboði
Vinnuskjal sviðsstjóra fjármálasviðs lagt fram og áhrif verðhækkunar gjaldskrár kynnt.
Bæjarráð óskar eftir frekari greiningu á áætluðum kostnaði við sorphirðu sem innlegg í komandi fjárhagsáætlunarvinnu.
3. 2023090283 – Innviðir fyrir Orkuskipti
Bréf Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis til sveitarfélaga, dags. 26. september, um innviði fyrir orkuskipti lagt fram.
4. Milliuppgjör janúar – júní 2023
Milliuppgjör lagt fram.
Sviðsstjóri kynnti 6 mánaða uppgjör Seltjarnarnesbæjar. Rekstarniðurstaða samstæðu Seltjarnarnesbæjar sýnir neikvæða rekstarniðurstöðu að fjárhæð 222,7 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu að fjárhæð 150 m.kr. Meginástæða aukins hallareksturs á tímabilinu er hærri fjármagnskostnaður en gert var ráð fyrir.
Fundi slitið kl. 9.30