148. fundur Bæjarráðs Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 7. september 2023 kl. 08:15
Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2023090044 – Efla ráðgjafarsamningur 2023
Rágjafasamningur lagður fram til staðfestingar.
Bæjarstjóri kynnti málið og samþykkt að Efla sjái um eftirlit með framkvæmd. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að afla viðbótargagna um umfang eftirlits.
2. 2023090041 – Hækkun gjaldskrár Terra á sorphirðu fram að sameiginlegu útboði
Lögð fram til staðfestingar hækkuð gjaldskrá Terra fram að sameiginlegu útboði Seltjarnarnesbæjar, Kópavogs, Garðabæjar og Mosfellsbæjar.
Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá Terra. Málinu frestað til næsta fundar.
3. 2023090021 – Betri samgöngur, 6 mánaða skýrsla
Lagt fram.
4. 2023080288 – Götulýsing á Seltjarnarnesi – útboð
Þátttaka Seltjarnarnesbæjar í sameiginlegu útboði með Reykjavík og Mosfellsbæ vegna götulýsingar.
Bæjarstjóra falið að samþykkja þátttöku og vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.
5. 2023080299 – Þjónustusamningur um Hvata styrkjakerfið og Sportabler SHOP skráningar
Samningur við Abler ehf. Lagður fram til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.
6. 2023080275 – Málefni fatlaðs fólks, skýrsla um endurskoðun laga
Lagt fram til kynningar.
7. 2023080291 – Hvítbók um húsnæðismál, kynning í samráðsgátt stjórnvalda
Lagt fram til kynningar.
8. 2023090062 – Tölvumál í Grunnskóla Seltjarnarness
Lögð fram samantekt á þörf er varðar kaup á Chromebook tölvum og Ipad tölvur fyrir nemendur í grunnskólanum ásamt verðtilboðum.
Bæjarráð samþykkir kaup tölvubúnaðarins samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum. Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun með lækkun á handbæru fé á móti.
9. 2023080222 – Umsóknir um stuðning við börn í leikskóla
Lagt fram til samþykktar bréf frá sviðsstjóra Fjölskyldusviðs með bókun Skólanefndar á 328. fundi hennar þann 30.08.2023 þar sem nefndin samþykkir, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, umsóknir er varða sérstækan stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness og felur í sér kostnaðaraukningu frá áður samþykktum tímafjölda.
Bæjarráð samþykkir samhljóða.
10. 2023060171 – Viðauki vegna samnings við Skólamat til eins árs
Samþykkt að fjármálastjóra verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins með lækkun á handbæru fé á móti.
11. 2023010166 – Vinnuhópur um byggingu leikskóla
10. fundargerð vinnuhóps um byggingu leikskóla dagsett 30.06.2023 lögð fram.
12. Rekstrar- og málaflokkayfirlit janúar til júlí 2023
Lagt fram.
Fundi slitið kl. 9:50