145. fundur Bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, fimmtudaginn 27. júlí 2023 kl. 08:15
Mættir: Magnús Örn Guðmundsson formaður, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 2023070095 – Skýrsla Eflu um ástand Valhúsaskóla
Skýrsla Eflu um ástand Valhúsakóla kynnt.
Bæjarstjóra falið að kynna skýrsluna fyrir hagsmunaaðilum. Einnig að skipuleggja aðgerðir í samræmi við leiðbeiningar frá Eflu sem beðið er eftir.
Bókun:
Nú liggur fyrir að umfangsmikil rakavandamál eru til staðar í Valhúsaskóla. Rakaskemmdir greinast á öllum hæðum byggingarinnar og greindist mygla í 25 af 30 sýnum sem tekin voru. Samkvæmt aðgerðaráætlun Eflu þarf að ráðast í gagngerar endurbætur á öllu húsnæðinu áður en hægt er að nota húsnæðið undir heilsusamlegt skólastarf.
Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að skýrsla þessi sé kynnt fyrir bæjarráði 20 dögum eftir að hún kom út og hafði ég talið mikilvægt að kalla strax til fundar þegar skýrslan kom út. Mikilvægt er að bregðast hratt og vel við þessari alvarlegu stöðu.
Í gegnum árin hefur starfsfólk Seltjarnarnessbæjar talað um uppsafnaða viðhaldsþörf og lagt til nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir sem ekki hafa ratað inn í fjárhagsáætlun vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Fulltrúar minnihlutans hafa reglulega kallað eftir auknu viðhaldi og eftirliti með ástandi bygginga, nú síðast á 322. fundi skólanefndar á síðasta ári.
Þessi skýrsla sýnir svart á hvítu hversu dýrt það er að fresta viðhaldi og safna uppsafnaðri viðhaldsþörf.
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Fulltrúi Samfylkingar og óháðra
2. Starfsmannamál – Staða ráðningar í starf sviðsstjóra Fjármálasviðs
Farið yfir stöðu ráðningar í starf Sviðsstjóra Fjármálasviðs. Viðtöl eru í gangi undir stjórn Intellecta.
3. Starfsmannamál – Staða sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs
Staða Sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs rædd.
Bæjarstjóra falið að auglýsa starfið samvinnu við Intellecta.
4. 2023080054 - Útboð á sorphirðu
Samingar um sorphirðu Seltjarnarnesbæjar eru lausir í haust.
Bæjarstjóra falið að ræða við nágranna sveitarfélög um mögulegt sameiginlegt útboð. Samþykkt að framlengja samning við núverandi aðila til áramóta.
5. 2023080055 – Sala á Sæbraut 2
Bæjarstjóra falið að auglýsa eiginina til sölu. Bæjarráð tekur svo afstöðu til tilboða í eignina þegar þau liggja fyrir.
6. 2023070096 – Málefni Seltjarnar hjúkrunarheimilis
Fjármálaráðuneytið hefur heimilað Seltjarnarnesbæ að kanna möguleika á sölu fasteignarinnar við Safnatröð sem hýsir hjúkrunarheimilið Seltjörn. Leigusamingur við ríkið mun færast á nýjan aðila við sölu heimilisins.
Bæjarstjóra falið að undirbúa fundi með mögulegum kaupendum.
7. 2023010166 – 9. fundargerð vinnuhóps um byggingu leikskóla dagsett 31.05.2023
Fundargerð lögð fram
8. Rekstrar- og málaflokkayfirlit janúar til júní 2023
Guðrún Torfhildur frá fjármálasviði kom inn á fundinn undir þessum lið
Bókun:
Hálfs árs uppgjör bæjarsjóðs Seltjarnarness sýnir grafalvarlega stöðu þar sem vaxandi hallarekstur er milli ára þrátt fyrir 200 milljón króna hækkun á skatttekjum. Rekstrarniðurstaða á fyrri hluta ársins 2023 er neikvæð um 231,7 milljónir en var neikvæð um 208,5 milljónir fyrstu sjö mánuði ársins 2022. Það blasir því við áframhaldandi rekstrarvandi sveitarfélagsins þrátt fyrir að við séum ekki byrjuð á byggingu nýs leikskóla sem lofað var á kjörtímabilinu. Mikilvægt er að bregðast við hallanum strax á þessu ári samhliða því að bæjarráð hefji vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024.
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Fulltrúi Samfylkingar og óháðra
Fundi slitið kl. 09:35