144. fundur Bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar haldinn í Ráðagerði, fundarherbergi á bæjarskrifstofunni að Austurströnd 2, fimmtudaginn 29. júní 2023 kl. 8:00
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson formaður, Ragnhildur Jónsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
Fundargerð ritaði: Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri
Dagskrá:
1. 2023060170 - Endurnýjun samstarfssamnings milli Seltjarnarnesbæjar og Gróttu
Samningsdrög lögð fram. Aðalstjórn Íþróttafélagsins Gróttu hefur samþykkt drög samnings.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar. Jafnframt er bæjarstjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2023 til að mæta ákvæðum samnings.
2. 2023060169 - Endurnýjun samstarfssamnings Seltjarnarnesbæjar við Janus heilsueflingu til eins árs.
Bæjarráð samþykkir að framlengja verkefnið um eitt ár. Eftir það verði fleiri kostir til skoðunar.
3. 2023060171 - Tilboð söluaðila matar fyrir leik- og grunnskóla fyrir komandi skólaár.
Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs
4. 2023060083 - Samtök aldraðra – kynning
Lagt fram
5. 2023060166 - Rekstraryfirlit janúar til maí 2023
Frekari sundurliðunar óskað vegna 28 og 31
Fundi slitið kl. 9:00