Haldinn var 138. fundur Bæjarráðs í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunni við Austurströnd 2, fimmtudaginn 26. janúar 2023 og hófst hann kl. 08:00.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.
Einnig sat fundinn undir lið 3 mætti Davíð Þorláksson
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson
Fyrir var tekið:
1. Samningur um stofnun Áfangastaðastofu - Drög stofnsamnings
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar samningsins.
2. Bygginganefnd leikskóla - fundargerð nr. 1
Bæjarstjóri fór yfir stöðuna.
3. Betri samgöngur - sex mánaða skýrsla og staða verkefna
Davíðs Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna fór yfir sex mánaða skýrslu og stöðu verkefnisins.
4. Lántaka vegna fjárfestinga
Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum.
Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lántakan til fjármögnunar fjárfestinga ársins 2022.
Jafnframt er Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seltjarnarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
5. Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2022
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir rekstraryfirlitt fyrir fyrstu 11 mánuði.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið 09:40