134. fundur Bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, mánudaginn 19. september 2022 og hófst hann kl. 07:50.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.
Magnús Örn Guðmundsson vék af fundi undir lið 1.
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson
Fyrir var tekið:
1. 2022080100 - Leikskóli Seltjarnarness - leigusamningur um gáma og gámahús.
Lagt fram.
2. 2022030171 - Sundlaug- Viðhald – stýrikerfi.
Bæjarráð vísar til bæjarstjóra til frekari skoðunar.
3. 2022090052 - Beiðni um leiktæki á skólalóð grunnskóla.
Bæjarstjóri skoðar málið með sviðstjóra og garðyrkjustjóra.
Bókun Samfylkingar:
Ég vil byrja á að þakka Katrínu fyrir gott erindi. Við eigum að gera meira af því að hlusta á raddir unga fólksins í sveitarfélaginu okkar og taka vel í þau erindi sem þau senda á bæjarstjóra og bæjarstjórn. Ég er hjartanlega sammála erindi Katrínar og höfum við í Samfylkingu lagt fram tillögur í fjárhagsáætlunargerð síðustu ára um að bæta skólalóð grunnskólans og eins og Katrín biður um, kaupa fleiri útileiktæki á skólalóðina. Læt fylgja með tillögu okkar við fjárhagsáætlunargerð 2021 um að hefja endurbætur á skólalóðinni. Vonandi að ný bæjarstjórn taki betur en sú síðasta í það að bæta skólalóð grunnskólans.
„Skólalóð Mýrarhúsaskóla er að mestu leiti malbikað plan og er knattspyrnuvöllur og önnur tæki sem á henni eru komin vel til ára sinna. Áður var framboð af leiktækjum, körfuboltakörfum og fótboltavöllum talsvert meira en það er í dag og hefði maður haldið að í sveitarfélagi þar sem aðeins er einn grunnskóli væri hægt að bæta skólalóðina og halda henni við á milli ára. Seltirningar þekkja vel til nýlegra endurbóta á Grandaskóla en börn í Mýrarhúsaskóla ákveða oft að hittast þar frekar en í sveitarfélaginu sínu til að leika sér og fara í fótbolta. Á lóð Grandaskóla var skipt um allt undirlag, keypt voru ný leiktæki á alla lóðina, körfuboltavöllur með mjúku undirlagi var settur upp ásamt nýjum gervigrasvelli þar sem hægt er að spila á þremur völlum í einu. Við höfðum samband við Reykjavíkurborg og fengum þær upplýsingar að sú framkvæmd hafi kostað á bilinu 150-200 milljónir. Tillagan okkar gerir ráð fyrir að ráðast í hugmyndavinnu með nemendum grunnskólans og kennurum um hvernig skólalóðin ætti að líta út. Hægt væri að hefja endurnýjun að hluta á næsta ári og klára svo almennilega enduruppbyggingu á næstu árum.“
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
4. 2022090022 - Umsóknir um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023.
Bæjarráð samþykkir erindið.
5. 2021120144 - Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins - Sóknaráætlun 2020-2024
Lagt fram og samþykkt að fá kynningu.
6. Rekstraryfirlit Janúar - Júní 2022
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir rekstraryfirlitt fyrir fyrstu 6 mánuði.
7. 2022090177 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026, dags. 23.08.22.
Lagt fram
Fundi slitið kl. 9:12