Fara í efni

Bæjarráð

18. ágúst 2022

Bæjarráð fundur nr. 133 haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 18. ágúst 2022 og hófst hann kl. 08:15.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson


Fyrir var tekið:


1. Rekstraryfirlit janúar - júní 2022

Fjármálastjóri bæjarins fór yfir málaflokkayfirlit fyrir júní mánuð.


2. Leigusamningur við Terra Einingar ehf.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.


3. 2022070024 - Málefni stúdenta sem heyra undir sveitarstjórnarstigið.

Lagt fram.


4. 2021120137 - Drög að þjónustusamningi vegna búsetukjarna við Kirkjubraut 20.

Drög að þjónustusamningi lögð fram og bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.


5. 2022060098 - Umsókn um styrk til bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar

Bæjarráð samþykkir styrk Sjálfsbjargar kr. 100.000,-.


6. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

Fjármálastjóri lagði fram viðauka 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2022.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, tekjur að upphæð kr. 2.762.520,- vegna hlutdeildar Seltjarnarnesbæjar í byggðasamlögunum, Strætó, Sorpu og Slökkviliðinu. Tekjuauka skal mæta með hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.


Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 18.000.000,- vegna uppbyggingu á golfaðstöðu golfklúbbsins Ness. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.


Fundi slitið kl. 9:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?