Bæjarráð fundur nr. 132 haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 20. júní 2022 og hófst hann kl. 08:00.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson
Þór Sigurgeirsson vék af fundi undir lið 2
Fyrir var tekið:
1. Rekstraryfirlit janúar - apríl 2022
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir málaflokkayfirlit fyrir apríl mánuð.
2. 2022050317 - Ráðningarsamningur bæjarstjóra 2022-2026
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðningasamning með tveimur atkvæðum og einn á móti og vísar honum til samþykktar bæjarstjórnar.
3. 2022040230 - Auglýsa stöðu tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
Bæjarráð vísar samþykkt bæjarstjórnar frá 947 fundi bæjarstjórnar til sviðstjóra fjölskyldusviðs til nánari útfærslu.
4. 2022050271 - Þjónusta við íbúa að Eiðismýri 30
Bréf íbúa að Eiðismýri 30 lagt fram.
Erindið vísað til fjölskyldunefndar.
5. 2022060011 - Stuðningur við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu
Bréf mennta og barnamálaráðherra frá 6. maí vegna stuðning vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu.
Lagt fram.
6. 2022050106 - Brotthvarf úr framhaldsskólum
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 07.04.2022 varðandi brotthvarf úr framhaldsskólum.
Lagt fram.
7. 2022060002 - Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
Bréf félags atvinnurekanda dags. 31.5.2022 varðandi ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
Lagt fram.
8. 2022060068 - Almenn eigandastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum
Bréf Reykjavíkur dags. 07.06.2022 varðandi varðandi almenna eigendastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum.
Lagt fram.
9. 2022040140 - Endurnýjun á samstarfssamningi - barna- og eldriborgarastarf
Samningsdrög um endurnýjun á samstarfssamningi - barna- og eldriborgarastarf við Seltjarnarneskirkju lögð fram til frekari útfærslu.
10. Tómstundastyrkir
Fjármálastjóri mun taka saman frekari gögn fyrir næsta fund.
11. 2022060080 - Opið bókhald
Fjármálastjóri fór yfir stöðuna. Bókhaldið verður sett á vefinn á næstu dögum.
Fundi slitið kl. 9:00