Bæjarráð fundur nr. 131 haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 5. maí 2022 og hófst hann kl. 08:15.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir á Teams, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.
Karl Pétur Jónsson vék af fundi kl. 8:50.
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson
Fyrir var tekið:
1. Rekstraryfirlit janúar til mars 2022
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir málaflokkayfirlit fyrir mars mánuð.
2. 2022050028 - Opnunartími Leikskóla Seltjarnarness
Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri mætti á fund bæjarráðs og fór yfir núverandi opnunartíma leikskólans. Fjárhagsáætlun 2022 gerir ráð fyrir opnun til kl. 16:30 eins og sl. þrjú ár.
Sviðstjóra falið að taka saman gögn varðandi málið fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
3. 2022050031 – Undirbúningur að hönnun lóðar Skólabraut 1
Bæjarráð felur sviðstjóra Umhverfissviðs að leggja fram tillögu að hönnun lóðar fyrir smáhýsi á lóð Skólabrautar 1 í samráði við Baldur Pálsson, Hólmfríði Petersen og Margréti Gísladóttur. Tillaga að útfærslu, hönnun og verkáætlun verði lögð fram á fyrsta fundi bæjarráðs í september nk.
4. 2022040043 - Fjölsmiðjan aukið framlag
Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 06.04.2022 varðandi viðauka við þjónustusamning við Fjölsmiðjuna. Bæjarráð samþykkir sinn hlut af heildarfjárhæð kr. 11,5 mkr. fyrir árin 2022, 2023, og 2024. Fjárhæðin skiptist milli sveitarfélaganna í hlutfalli við íbúafjölda 1. desember næstliðins árs.
5. 2020110249 - Skilavegur á Seltjarnarnesi
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir samning við Vegagerðina varðandi skilaveg Nesbraut nr. 49-07 úr þjóðvegakerfinu yfir til Seltjarnarnesbæjar.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið 9:25