Fara í efni

Bæjarráð

24. febrúar 2022

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 24. febrúar, 2022 kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Á teams: Sigrún Edda Jónsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.

Einnig sat fundinn Baldur Pálsson sviðstjóri fjölskyldusviðs undir liðum 2, 3 og 5.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson

Fyrir var tekið:

Dagskrá:


1. Málaflokkayfirlit janúar 2022

Fjármálastjóri bæjarins fór yfir málaflokkayfirlit fyrir fyrsta mánuð ársins 2022.


2. 2021120109 - Reglur um úthlutun íbúða í sértæku húsæði fyrir fatlað fólk

Reglur um úthlutun íbúða í sértæku húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk lagðar fram. Sviðsstjóri fór yfir málið. Drögin hafa verið lögð fyrir notendaráð fatlaðs fólks og fjölskyldunefnd og fengið jákvæða umsögn.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.


3. 2021120110 - Tillaga að inntökuteymi fyrir sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk.

Tillaga að inntökuteymi fyrir sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk lagðar fram. Sviðsstjóri fór yfir málið. Drögin hafa verið lögð fyrir notendaráð fatlaðs fólks og fjölskyldunefnd og fengið jákvæða umsögn.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.


4. 2022010325 - Samræming úrgangsflokkunar

Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 20.01.2022 varðandi skýrslu starfshóps SSH um sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og samræmingu úrgangsflokkunar. Erindinu vísað til umhverfisnefndar til umsagnar. Jákvæð umsögn kom frá umhverfisnefnd. Bæjarráð samþykkir að vinna áfram með SSH um samræmingu úrgangsflokkunar. Bæjarráð útilokar ekki að grenndarstöðvar verði settar upp á Seltjarnarnesi.

Bókun: Undirritaður styður samþykkt samkomulagsins en furðar sig á því að Seltjarnarnesbær muni skrifa undir án þess að ætla sér að uppfylla markmið samkomulagsins. Í kaflanum um fyrirkomulag grenndargáma kemur fram:

 „Grenndarstöðvar Lagt er til að sveitarfélögin komi á laggirnar neti af smærri og stærri grenndarstöðvum til að hirða aðra úrgangsflokka sem skv. lögum þarf að hirða í nærumhverfi íbúa, það er gler, skilagjaldsum- búðir, málma og textíl. Áhersla verði lögð á staðsetningar sem eru þægilegar og öruggar fyrir gangandi vegfarendur og í alfaraleið fyrir aðra.“ „Starfshópurinn leggur til að þéttleiki grenndarstöðva skuli miðast við að grenndarstöð sé í að hámarki um 500 m. fjarlægð (loftlínu) frá hverju heimili í sveitarfélaginu í þéttbýli. Utan þétt- býlis verði tryggt aðgengi að grenndargámastöð við næsta stofnveg eða verslun.“

Á yfirlýsingunni sjálfri sem stefnt er á að undirrita stendur að „Samræming nái meðal annars yfir úrgangsstrauma sem safnað er við heimili, fyrirkomulag grenndarstöðvar; val á tvískiptum ílátum sem notast verður við sérbýli; fyrirkomulag sérsöfnunar á lífrænum eldhúsúrgangi og merkingu íláta.“

Á Seltjarnarnesi er hins vegar engin grenndarstöð eftir að bæjarstjóri lét fjarlægja grenndarstöðina á Eiðistorgi og samkvæmt töflu 8 í skýrslu starfshópsins kemur fram að áfram verði engin grenndarstöð eftir samþykt samkomulagsins. Næsta grenndarstöð fyrir Seltirninga er staðsett við JL húsið sem er í 800-2560 metra fjarlægð frá íbúarhúsum Seltirninga.

Það er lagaleg skylda sveitarfélaga að hirða gler, skilagjaldsumbúðir, málma og textíl í nærumhverfi íbúa og það samkomulag sem verið er að skrifa undir útfærir mælanleg markmið um fjarlægð frá heimilum og að grenndargámar séu staðsettir „á þægilegum og öruggum stað fyrir gangandi vegfarendur“. Þessi markmið eiga að uppfylla lagalega skyldu sveitarfélaga, auðvelda fólki að endurvinna og auka frelsi fólks sem vill fækka ferðum á bíl og minnka þannig m.a. kolefnisfótspor sitt.

Ég skora á Sjálftstæðismenn til þess að sýna metnað til þess að vera ekki eftirbátur nágrannasveitarafélaga sinna, standa við undirritað samkomulag og setja upp grenndarstöðvar á Seltjarnarnesi. Ef bærinn vill ekki fylgja þessum viðmiðum samkomulagsins, af hverju eru fulltrúar meirihlutans þá að skrifa undir?

Guðmundur Ari Sigurjónsson

Samfylkingu Seltirninga


5. 2021120023 - Breytt skipulag barnaverndar

Bréf 30.11.2021 dags. varðandi breytt skipulag barnavernda lagt fram. Sviðsstjóri fór yfir málið.


6. 2021120181 - Jafnlaunastefna endurskoðun 2021

Yfirfarin jafnlaunastefna lögð fram, bæjarráð staðfestir uppfærslu og vísar til samþykktar bæjarstjórnar


7. 2022020022 - Fræðslufundur stjórnar Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi með bæjarfulltrúum og starfsmönnum viðkomandi sviða

Bréf 18.01.2022 dags. þar sem óskað er eftir kynningu á þjónustu til eldri borgara með starfsfólki sviðsins.

Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjóri komi á fundi með Félagi eldriborgara, starfsfólki sviðsins og bæjarstjórn


8. 2022010445 - Þorrablót Gróttu – Styrkbeiðni

Bæjarráð frestar afgreiðslu.


9. 2022020155 - Sundabraut - Greinargerð starfshóps

Lagt fram til kynningar


10. Opið bókhald

Fjármálastjóri bæjarins fór yfir stöðuna. Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir þessar upplýsingar á heimasíðunni í mars mánuði.


Fundi slitið kl 9:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?