Fara í efni

Bæjarráð

25. nóvember 2021

Bæjarráð fundur nr. 125.

25. nóvember, 2021 kl. 08:15 kom bæjarráð Seltjarnarnesbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar á Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson, aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður, Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi, Hildigunnur Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Undir lið 9 sat Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Dagskrá:

  1. Rekstraryfirlit janúar - október 2021.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2021.

  2. 2021100040 - Kirkjubraut 20 – Opnun tilboða í byggingu sambýlis
    Eftirfarandi tilboð lögð fram:
    Bjóðandi 
    Upplesið
    Kr. mvsk
    Eftir yfirferð
    kr mvsk 
    % af lægsta
    Húsasmíði ehf.  292.500.000  292.500.000 100,0% 
    Sérverk ehf. 293.359.285 294.746.785  100,8% 
    Kostnaðaráætlun 303.386.995  303.386.995 103,7%
    Afltak ehf. 339.284.008 340.359.008  116,4%
    Flotgólf ehf 348.205.278 351.055.278  120,0%
    Snorri ehf 358.360.480 358.036.048  122,4%
    Og synir ehf 359.354.839 359.354.839  122,9%
    Alefli ehf. 385.374.043 385.374.043  131,8%
    Spöng ehf. 424.470.000 424.470.000 145,1%

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Húsasmíði ehf.
    Samþykktin er með fyrirvara um, að tilboðið uppfylli alla skilmála útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.

  3. 2021110052 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna minningardags um fórnarlömb umferðarslysa 2021.
    Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna minningardags um fórnarlömb umferðarslysa 2021 dags 29.10.2021, lagt fram.

  4. 2021110055 - Verkefni vegna innleiðingar
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2.11.2021 varðandi verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis sem kynnt verður fyrir sveitarfélögum í byrjun næsta árs. Lagt fram.

  5. 2021110076 - Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál
    Bréf íslenskra sveitarfélaga dags. 2.11.2021 varðandi ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál. Bæjarráð tekur heils hugar undir ályktun bæjarráðs Árborgar. Og styður að teknar verði upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun leikskóladvalar að fæðingarorlofi loknu. Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að sambandið standi fyrir málþingi um leikskólamál þar sem rædd verði framtíðarsýn fyrir leikskólastigið.

  6. 2021110078 - Specialisterne á Íslandi 10 ára – styrkur
    Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000.- í tilefni af afmæli Specialisterne.

  7. 2021110080 - Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2.11.2021 um boð á þátttöku sveitarfélaga í námskeiði í Loftslagsvernd i verki. Bæjarstjóri upplýsi að bæjarstjórn, skipulags- og umferðanefnd og umhverfisnefnd hefði fengið boð um þátttöku. Lagt fram.

  8. Nefndarlaun í Kraganum
    Fjármálastjóri fór yfir nefndarlaun kjörinna fulltrúa í Kraganum.

  9. Leik- og grunnskólalóðir
    Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri bæjarins kom og gerði grein fyrir stöðu mála og þeirri vinnu sem hefur verið unnin undafarið varðandi leiktæki.

  10. Lóð Nes l
    Bæjarráð samþykkir að kaupa hluta Nes l skv. tilboði. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:20


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?