Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 28. október 2021 og hófst hann kl. 08:15.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir.
Einnig sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson
Fyrir var tekið:
- 2021080029 - Fjárhagsáætlun 2022 (2022-2025).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022 og árin 2023-2025, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti.
Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022 er rekstrarniðurstaða kr. 1.508.765,-
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2022 (2022-2025) til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 10. nóvember 2021.
- 2021100128 - Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2021-2022.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.10.2021 varðandi staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga frá hag- og upplýsingasviði fyrir árin 2021 og 2022. Lagt fram.
- 2021100094 - Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 11.10.2021 vegna breytinga á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga er fjallar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Lagt fram. Fjármálastjóra falið að afla upplýsinga um nefndarlaun í kraganum.
- 2021100089 - Breyting á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskil sveitarfélaga.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14.10.2021 varðandi viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnun. Lagt fram.
- 2021100133 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2022.
Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dags. 20.10.2021 varðandi breytingu á gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 15.10.21 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
- 2021100159 - Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2021.
Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 22.10.2021 varðandi ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2021, hlutur bæjarins kr. 1.400.400.- lagt fram.
- 2021100148 - Sorpa bs. - Fjárhagsáætlun 2022-2026.
Lögð fram rekstraráætlun 2022-2026 samþykkt á stjórnarfundi Sorpu bs. 21.10.2021, kostnaður vegna endurvinnslustöðva. Bæjarráð staðfestir rekstraráætlun Sorpu og vísar erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
- 2021100092 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins - Fjárhagsáætlun 2022.
Lögð fram rekstraráætlun 2022 samþykkt á fundi samstarfsnefndar 06.10.2021. Bæjarráð staðfestir rekstraráætlun samstarfsnefndar skíðasvæðanna og vísar erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
- 2021100091 - Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2022.
Lögð fram rekstraráætlun 2022 fyrir svæðisskipulagsnefndar og svæðisskipulagsstjóra. Bæjarráð staðfestir rekstraráætlun svæðisskipulagsnefndar og vísar erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
- 2021100090 - Samráðshópur um vatnsvernd og nýtingu - Fjárhagsáætlun 2022.
Lögð fram rekstraráætlun 2022 samþykkt á fundi samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu höfuðborgarsvæðisins 06.10.2021. Bæjarráð samþykkir rekstraráætlun samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu og vísar erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
Fundi slitið 08:50