Fara í efni

Bæjarráð

14. október 2021

14. október, 2021 kl. 08:15 kom bæjarráð Seltjarnarnesbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar á Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson, aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður, Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Dagskrá:

  1. Fjárstreymisyfirlit janúar - ágúst 2021.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2021.

  2. 2020020076 – Breytingar á heilbrigðiseftirliti Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar og Kjósahrepps.
    Lögð fram reglugerð um sameiningu heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði. Reglugerðin er sett á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sem kveða á um að landinu skuli skipt upp í eftirlitssvæði. Reglugerð lögðfram og samþykkt 20.9.2021 í Umhverfis- og auðlindaráðuneytingu og tekur þegar gildi B-deild 4/10/21.

    Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þessa nýju reglugerð nr. 1110/2021.

  3. 2021090221 - Óásættanleg staða Leikskóla Seltjarnarness.
    Bréf frá foreldrum leikskólabarna lagt fram. Baldur Pálsson sviðstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu máls. Sviðstjóra fjölskyldusviðs falið að svara bréfinu.

  4. 2021100052 - Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 7.10.2021 varðandi þátttöku og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Lagt fram.

  5. 2021090209 - Kvörtun vegna niðurstöðu umsóknar um félagslega íbúð.
    Erindið lagt fram. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu fjölskyldunefndar.

  6. Áfangastaða- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið.
    Inga Hlín Pálsdóttir ráðgjafi, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Jón Kjartan Ágústsson sérfræðingur SSH, kynntu minnisblað um fjármögnun markaðs- og áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins á Teams. María Björk sviðstjóri upplýsti að búið væri að boða til fyrsta fundar í þessum hóp en hún hefur verið tengiliður bæjarins. Lagt fram.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?