Fara í efni

Bæjarráð

19. ágúst 2021

Fimmtudaginn 19. ágúst, 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri í gegnum fjarfundabúnað og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr.1 mætti Baldur Pálsson sviðstjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020040121 – Covid19 hættustig almannavarna.

    Sviðstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning fyrir upphaf skólastarfs í grunn- og tónlistarskólum og aðlögun nýrra barna í leikskólum. Unnið er að gerð samræmdra leiðbeininga fyrir höfuðborgarsvæðið varðandi aðgreiningu á rýmum o.fl. sem felur í sér ákveðnar takmarkanir á skólastarfi. Lögð er áhersla á sóttvarnir, grímuskyldu, nálægðarmörk og takmarkaðan aðgang utanaðkomandi aðila að skólahúsnæði. Unnið er að undirbúningi bólusetninga skólabarna sem mun hefjast í næstu viku.

  2. Fjárstreymisyfirlit júní 2021.

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2021.

  3. Málsnúmer 2021070033 – Samgöngusáttmáli samningur um fjármagnasskipan Betri samgangna ohf.

    Bréf Betri samgangna ohf. varðandi framlög samkvæmt Samgöngusáttmálanum, dags. 7.7.2021. Í bréfinu er upplýst um framlög Seltjarnanesbæjar vegna framkvæmda Samgöngusáttmálans 2019-2021 samtals að fjárhæð kr. 42.148.421.-, sem kemur til greiðslu á tímabilinu júlí 2021 til apríl 2022.

    Viðauki við fjárhagsáætlun:

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 11.624.230,- vegna framlaga Seltjarnarnesbæjar við Samgöngusáttmálann, Betri samgangna ohf. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 4 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar. Magnús Örn Guðmundsson formaður sat hjá við afgreiðslu málsins.

  4. Málsnúmer 2021080040 – Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag.

    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) varðandi drög að nýju samkomulagi sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lögð fram. Bæjarráð staðfestir samkomulagið og felur bæjarstjóra fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar þeirra. Einnig lagðar fram nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins sem samþykktar voru á fundi nr. 101 hjá svæðisskipulagsnefnd. Bæjarráð staðfestir nýjar starfsreglur. Einnig eru tilnefndir tveir varamenn í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, sbr. 2. gr. starfsreglna hennar. Tilnefndir eru Bjarni Torfi Álfþórsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

  5. Málsnúmer 2021060064 – Stjórnsýsla byggðasamlaga.

    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi stjórnsýslu byggðasamlaga, dags. 10.06.2021. Með bréfinu fylgdi m.a. drög að viðaukum við stofnsamning Sorpu bs. og Strætó bs. þar sem m.a. er kveðið á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs. Jafnfram er óskað eftir tilnefningu sveitarfélaganna í stefnuráð. Bæjarráð tilnefndir Magnús Örn Guðmundsson, Ásgerði Halldórsdóttur og Guðmund Ara Sigurjónsson.

  6. Málsnúmer 2021050053 - Höfuðborgarkort.

    Tekið fyrir 20.5.2021 hjá bæjarráði og vísað á menningarnefnd og ÍTS. Niðurstaða þeirra er að frekari gögn þurfa að berast svo hægt sé að taka afstöðu til málsins. Bæjarráð vísar erindinu aftur til SSH, óskað er eftir frekari upplýsingum áður en ákvörðun getur verið tekin.

  7. Málsnúmer 2021060047 - Fyrirspurn.

    Bréf Ask arkitekta dags. 1.6.2021 varðandi fyrirspurn um stækkun á lóð. Bæjarráð hafnar erindinu.

  8. Málsnúmer 2021060048 - Fyrirspurn.

    Bréf Ask arkitekta dags. 7.6.2021 varðandi fyrirspurn um stækkun á lóð. Bæjarráð hafnar erindinu.

  9. Málsnúmer 2021050124 – Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.

    Drög að reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa lagðar fram til afgreiðslu. Ráðgjafateymi í málefnum fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, fjölskyldunefnd og notendaráð fatlaðs fólks hafa fjallað um drögin og vísa þeim nú til bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir ofangreindar reglur sem taka gildi frá og með 1. janúar 2022.

  10. Málsnúmer 2021060079 – Reglur Seltjarnarnesbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur.

    Drög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra lagðar fram til kynningar. Frestað þar til kostnaðargreining frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga liggja fyrir varðandi þessar breytingar.

  11. Málsnúmer 2021010120 – Fráveituframkvæmdir.

    Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 9.7.2021, varðandi styrk til framkvæmda við fráveitu bæjarins. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hefur samþykkt umsókn Seltjarnanesbæjar um styrk til framkvæmda við fráveitu bæjarins á árunum 2020-2021. Styrkfjárhæðin nemur 20% af staðfestum heildarkostnaði vegna framkvæmda á árunum 2020 og 2021. Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna fráveituframkvæmda sem send var til ráðuneytisins. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 62.000.000.-.

    Viðauki við fjárhagsáætlun:

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 50.000.000.- vegna framkvæmda við nýja fráveitulögn frá Bygggörðum að stjórnstöð við Eiðsgranda, samhliða því er byggður staðsteyptur niðurgrafinn dælubrunnur við Lindarbraut sem veitir frárennslinu í hreinsistöðina við Eiðsgranda. Kostnaður þessi skal greiddur af Fráveitu Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 5 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 10:03

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?