Fimmtudaginn 24. júní, 2021 og hófst hann kl. 08:15.
Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr.1 mætti Einar Már Steingrímsson sviðstjóri.
Undir lið nr. 2 mætti Baldur Pálsson sviðstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Málsnúmer 2021040019 – Hitaveita borhola SN-04.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Einar Már fór yfir kosti og galla að bora nýja holu núna eða fresta um 2-3 ár. Veitustjórn telur skynsamlegt að fara í þá framkvæmd núna í sumar m.v. forsendur í skýrslunni og að framkvæmd raski sem minnst fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum á svæðinu. Magnús Örn formaður vék af fundi undir þessum lið, Ásgerður tók sæti hans undir þessum lið. Bæjarráð samþykkir tillögu veitustjórnar og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.Magnús Örn kom aftur inn á fundinn undir lið nr. 2
-
Innritun leikskólabarna.
Baldur Pálsson fór yfir stöðu innritunar leikskólabarna haustið 2021.
-
Málsnúmer 2021030122 - Hjólastígur meðfram Seltjörn.
Bæjarstjóri fór yfir uppreiknað tilboð lægstbjóðanda í verkefnið hjólastígur meðfram Seltjörn frá árinu 2015, sem var frestað á sínum tíma. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarstjóra falin afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun. Bæjarráð samþykkir uppreiknað tilboð og farið verði í framkvæmdina nú í september nk. frá Loftorku sem var með lægsta tilboðið á sínum tíma í verkið.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 37.400.000,- vegna lagningar nýs göngu- og hjólastígs meðfram Seltjörn. Kostnaðarauka mætt með lækkun á handbæru fé.
-
Málsnúmer 2021060074 - Áhugafólk um samgöngur fyrir alla.
Erindið lagt fram.
-
Málsnúmer 2021060067 – Staða barna með fjölþættan vanda.
Erindið lagt fram.
-
Sumarframkvæmdir.
Bæjarstjóri fór yfir verkefni sumarsins.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:40