Fimmtudaginn 18. mars, 2021 og hófst hann kl. 08:15.
Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 6 og 7. mætti Baldur Pálsson, sviðstjóri fjölskyldusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
2021030013 – Strætó bs.
Bréf Strætó bs. Dags. 02.03.2021 varðandi heimild fyrir sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð kr. 300.000.000.- hjá viðskiptabanka sínum Arion banka lögð fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkir beiðni Strætó bs. Um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæðir 300 mkr. til að tryggja í öryggisskyni að nægt fjármagn sé til að tryggja fjárstreymi Strætó bs út árið 2021.
-
2021030122 Hjólastígur meðfram Seltjörn
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og falið að vinna áfram með málið miðað við umræður á fundinum.
-
2020060065 Trúnaðarmál
Erindi SA tekið fyrir. Bæjarráð hafnar erindinu. Bæjarstjóra falið að svara erindinu
-
2021030129 – Stöðuleyfisgjöld.
Bréf Samtaka iðnaðarins dags. 15.03.2021 varðandi endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda. Lagt fram.
-
Tómstundastyrkir
Fjármálastjóri fór yfir ferlið varðandi úthlutun á tómstundastyrkjum.
-
2019030057 – Málsmeðferð hjá fjölskyldusviði.
Baldur Pálsson fór yfir svar sviðsins við bréfi Barnaverndarstofu.
-
2020110178 – Upplýsingatækni í Grunnskóla Seltjarnarness.
Bæjarstjóri fór yfir minnisblað sem tekið hafði verið saman fyrir hana. Baldur Pálsson sviðstjóri sat einnig fundinn. Bæjarráð felur sviðstjóra að vinna áfram með málið í samstarfi við skólastjórnendur.
Fundi slitið kl. 9:45