Fara í efni

Bæjarráð

20. nóvember 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Föstudaginn 20. nóvember, 2020 og hófst hann kl. 13:00

Fjarfundur haldinn í gegnum Teams.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.
Karl Pétur Jónsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi og boðaði ekki forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020090232 – Fjárhagsáætlun 2021 (2022-2024).
    Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021 og árin 2022-2024, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti. Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021 er rekstrarniðurstaða neikvæð um kr. 116.353.666.-

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2021 (2022-2024) til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. einnig 2. mgr. 40. gr. um stjórn Seltjarnarnesbæjar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 25. nóvember 2020.

  2. Málsnúmer 2020090232 – Tillaga um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2021.
    Lögð fram eftirfarandi tillaga um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2021.

    ,,Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að álagningarhlutfall útsvars verði 13,70% á tekjur manna á árinu 2021 samkvæmt heimild í 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. 24. gr. laganna. Samþykkt bæjarstjórnar skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 15. desember 2020 samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.“

    Bæjarráð vísar tillögu um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2021 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 13:28
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?