Fara í efni

Bæjarráð

29. október 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 29. október, 2020 og hófst hann kl. 08:15.

Fundurinn haldinn í fundarsal bæjarins við Austurströnd 2.

Fjarfundur haldinn í gegnum Teams.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr.1 kom á fundinn Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna.
    Á fund bæjarráðs kom Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og fór yfir þróun faraldursins í þriðju bylgju. Jón Viðar gerði grein fyrir stöðu mála í dag og fór yfir tölulegar upplýsingar um dreifingu, fjölda smita o.fl. Þá gerði Jón Viðar grein fyrir aðgerðum sem nú standa yfir til að hamla útbreiðslu faraldursins. Fram kom hjá Jóni Viðari að samstarf sveitarfélaganna innan SSH að samhæfa aðgerðir og tilkynningar til íbúa hafi verið til fyrirmyndar. Bæjarráð þakkar Jóni Viðari fyrir greinargóða yfirferð.

  2. Málsnúmer 2020100140 - Frestun á framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021 (2022-2024).
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Bæjarráð samþykkir að óska eftir fresti við framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar, sbr. orðalag 3. málsl. 3. mgr. 62. gr og 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga. Fjármálastjóra falið að senda til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins ósk um frest. Stefnt er að því að fyrri umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar árið 2021 (2021-2024) verði á fundi bæjarstjórnar 25. nóvember nk.

  3. Fjárstreymisyfirlit janúar til september 2020.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu níu mánuði ársins 2020.

  4. Málsnúmer 2019080744 – Fjárhagsáætlun Seltjarnanesbæjar 2020 – Viðauki.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 55.250.000,- vegna launabreytinga skv. nýjum kjarasamningum. Einnig auknar tekjur að upphæð kr. 55.250.000,- samhliða, sem eru vegna aukinna útsvarstekna í kjölfar kjarasamninga. Ekki verður um kostnaðarauka að ræða.

  5. Málsnúmer 2020050026 – Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um lækkun mánaðarlegra greiðslna vegna útgjaldajöfnunarframlaga.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir lækkun á útgjaldajöfnunarframlagi frá Jöfnunarsjóði sem nú liggur fyrir. Erindið fyrst tekið fyrir 14.5.2020 í bæjarráði. Lækkun á framlagi sett fram í viðauka.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, breyting á áætlun frá Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 42.200.000,- vegna lækkunar framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga. Tekjuskerðingu þessari skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  6. Málsnúmer 2020100171 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.
    Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir áætlun fyrir árið 2021 og uppfærða gjaldskrá. Áætlun vísað inn í vinnu við fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2021.

  7. Málsnúmer 2019080058 – Lækningaminjasafn.
    Bæjarstjóri lagði fram kaupsamning fyrir fasteigninni frá ríkinu. Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þessa niðurstöðu og óskar Náttúruminjasafninu velfarnaðar á Seltjarnarnesi.

  8. Málsnúmer 2020100155 – Endurnýjun flóðlýsingar við gervigrasvöll.
    Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá VSÓ um á ástandi vallarlýsingar við Vivaldi gervigrasvöll, kostnaðaráætlun og verðkönnun sem ráðist var í. Bæjarstjóri upplýsti að hún hefði átt fund með Knattspyrnudeild Gróttu út af þessu máli. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið og samþykkir að farið verði í endurnýjun á búnaði eins og lagt er til, að skipt verðu út lampa- og stjórnbúnaði fyrir nýja LED lýsingu.

  9. Málsnúmer 2019050357 – Sambýli.
    Bæjarstjóri upplýsti um viljayfirlýsingu sem gerð var á sínum tíma við Ás styrktarfélag. Bæjarstjóri lagði fram drög að samstarfssamningi um byggingu búsetukjarna við Kirkjubraut og rekstur heimilisins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið og kynna tillögu á næsta fundi ráðsins.

  10. Málsnúmer 2020100204 – Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins varðandi áform um endurskoðun laga um málefni aldraðra, dags. 19.10.2020.
    Lögð fram og vísað til kynningar í öldungaráði.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 9:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?