Fara í efni

Bæjarráð

20. ágúst 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 20. ágúst, 2020 og hófst hann kl. 08:15.

Fundurinn haldinn í fundarsal bæjarins við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi. Sigrún Edda Jónsdóttir boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gestir fundarins voru undir lið nr.4 Baldur Pálsson og María Björk Óskarsdóttir.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárstreymisyfirlit janúar til júní 2020.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu sex mánuði ársins 2020.

  2. Forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2021.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir drög að forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

  3. Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024, dags. 2.7.2020.
    Lagt fram.

  4. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna.
    Bæjarstjóri gerði nánari grein fyrir breyttum reglum um takmörkun á samkomum og almennt um ráðstafanir og samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi lykilþætti. Bæjarstjóri sagði frá að verið væri að vinna að greiningu á fjárhagslegum áhrifum vegna COVID19 í tengslum við undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna.

    Sviðstjóri Baldur Pálsson fór yfir undirbúning að skólabyrjun grunnskóla, aðlögun nýrra barna í leikskóla og skipulag á starfsemi tónlistarskólans.

    Sviðstjóri María Björk Óskarsdóttir fór almennt yfir aðgerðir bæjarins, þjónustu bókasafnsins og tilkynningar til íbúa og starfsfólks.

  5. Framkvæmdir sumarsins og næstu mánuði.
    Bæjarstjóri fór yfir stöðu verkefna sumarsins og næstu mánuði.

  6. Málsnúmer 2020060126 – Sorpa bs.
    Fyrir tekið að nýju erindi Sorpu bs. en erindinu fylgdu eftirfarandi tillögur. Viðauki við eigendasamkomulag frá 25. október 2013 lagt fram.

    Tillaga (1) um viðauka við eigendasamkomulag frá 25. október 2013 vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.
    Tillaga (2) um aðgerðir til að takast á við vanda vegna ófjármagnaðra fjárfestinga Sorpu bs. Í tillögunni kemur fram skipting fjárframlaganna milli sveitarfélaga.
    Tillaga (3) um gjaldskrárbreytingar til að mæta kostnaði vegna hertra krafna um meðferð úrgangs.

    Bæjarráð samþykkir tillögu 1 um viðauka við eigendasamkomulag frá 25. október 2013 v. meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

    Bæjarráð samþykkir tillögu 2 um aðgerðir til að takast á við vanda vegna ófjármagnaðra fjárfestinga Sorpu bs.

    Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna greiðslu stofnframlaga að fjárhæð 10.2 mkr.

    Tillaga um gjaldskrárbreytingar er á þessu stigi lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir ofangreindan viðauka.

    Viðauki 7 – Sorpa
    Leggja þarf Sorpu bs. til aukið fjármagn á árinu 2020 til að takast á við vanda vegna ófjármagnaðra fjárfestinga sbr. tillögu stjórnar byggðasamlagsins sem samþykkt var á fundi bæjarráðs 7. júlí 2020.

    Lagt er til að eigendur leggi til Sorpu bs. 1.000 mkr. á árunum 2020 og 2021 eða 500 mkr. hvort ár. Hlutur Seltjarnarnesbæjar nemur 20,4 mkr. á árinu 2020 og 2021.

    Stofnframlag til Sorpu kr.10,2 mkr. fyrir árið 2020.

    Kostnaðarauka mætt með lækkun á handbæru fé.

  7. Málsnúmer 2020050061 – Ný gjaldskrástefna Strætó bs.
    Lögð fram til kynningar ný gjaldskrá Strætó bs., sem samþykkt var í stjórn Strætó bs.

  8. Málsnúmer 2020070018 – Fasteignamat 2021.
    Bréf frá Þjóðskrár Íslands, dags. 29.06.2020, með upplýsingum um fasteignamat fyrir árið 2021. Í fylgigögnum kemur fram að heildarfasteignamat á Seltjarnarnesi hækkar um 1,1% milli áranna 2020 og 2021. Lagt fram.

  9. Málsnúmer 2020070009 – Ás styrktarfélag.
    Ársreikningur fyrir árið 2019 lagður fram.

  10. Málsnúmer 202007007 – Rekstraruppgjör 2019, Skíðasvæðin.
    Bréf Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins varðandi rekstraruppgjör 2019, dags. 2.7.2020, lagt fram.

  11. Málsnúmer 2018080618 – Siðareglur kjörinna fulltrúa Seltjarnarnesbæjar.
    Bæjarráð samþykkir uppfærðar Siðareglur kjörinna fulltrúa.

  12. Málsnúmer 2019080058 – Lækningaminjasafn.
    Bæjarstjóri upplýsti um stöðu starfshóps sem er að meta húsnæði á Seltjarnarnesi m.t.t. framtíðarhöfuðstöðva Náttúruminjasafns Íslands. Skýrslu hefur verið skilað til ráðherra.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 9:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?