Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 25. júní, 2020 og hófst hann kl. 08:15.
Fundurinn haldinn í fundarsal bæjarins við Austurströnd 2,
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi. Karl Pétur Jónsson mætti kl. 8:20
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Gestir fundarins voru undir lið nr. 2 Erlendur Pálsson sviðstjóri farþegaþjónustu.
og undir lið nr. 1 Guðrún Agnarsdóttir og Helga Hlín Hákonardóttir frá Strategíu og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Málsnúmer 2020060067 – Skipulag og stjórnarhættir byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.
Bréf Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu dags. 12.06.2020, varðandi skipulag og stjórnarhætti byggðasamlaga innan SSH. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu mættu á fund ráðsins og kynntu drög að skýrslu um skipulag og stjórnarhætti. Bæjarráð þakkar fyrir góðar umræður. -
Málsnúmer 2020060117 – Útboð ferðaþjónusta fatlaðra.
Lagt fram gögn varðandi útboð á sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu nr. 14799. Í þjónustulýsingu sveitarfélaganna um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, sem samþykkt var 6. mars 2020, kemur fram að sveitarfélögin fela Strætó bs. að sá um útboð á akstursþjónustu, sbr. gr. 3.1 og 3.2.1 í meðfylgjandi þjónustulýsingu. Útboð er ferlið frá auglýsingu þar til skuldbindandi samningur er kominn á milli aðila. Af framangreindu samkomulagi sveitarfélaganna leiðir að sveitarfélögin hafa falið Strætó bs. að sjá einnig um val á tilboði í útboðinu. Lögð fram niðurstaða á mati á tilboðum, sbr. minnisblað og úrdráttur. Tilboðið felur í sér nokkurn sparnað fyrir sveitarfélögin. -
Málsnúmer 2020060065 – Trúnaðarmál
Erindi SA tekið fyrir, bæjarstjóra falið að svara erindinu mv. umræður á fundinum. -
Málsnúmer 2020060068 – Fasteignamat.
Bréf sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16.06.2020 varðandi bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 27.05.2020 varðandi fasteignamat. Lagt fram. -
Málsnúmer 2020060089 – Bréf Eflingar.
Bréf Eflingar stéttarfélags dags. 12.06.2020, lagt fram. -
Málsnúmer 2020060088 – Bandalag íslenskra skáta.
Bréf Bandalags íslenskra skáta dags. 09.06.2020, varðandi styrkbeiðni fyrir sumarið 2020. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu. -
Málsnúmer 2020040121 - COVID19 neyðarstig almannavarna.
Bæjarstjóri lagði fram minnisblöð Byggðastofnunar um áhrif hruns ferðaþjónustu vegna COVID19 á annars vegnar öll sveitarfélög og hins vegnar sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. -
2019060193 – Stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness.
Bréf Barnaverndarstofu dags. 21.05.2020 varðandi tillögu frá bæjarstjórnarfundi 12. júní sl. bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Sent var formlegt erindi á Persónuvernd sl. haust, í svari Persónuverndar kemur skýrt fram að Seltjarnarnesbær hefur ekki heimild til að fara í þessa skoðun. Málinu vísað til fjölskyldunefndar. -
2020050323 – Frístundamiðstöð Seltjarnarness.
Bréf Íþróttafélagsins Gróttu dags. 19.05.2020 varðandi starfsemi frístundamiðstöðvar Seltjarnarness fyrir grunnskólabörn. Bæjarráð telur ekki að svo stöddu að verða við erindinu, en vísar málinu til fræðslustjóra til -
Málsnúmer 2018080618 – Siðareglur kjörinna fulltrúa Seltjarnarnesbæjar..
Bæjarstjóri lagði til að reglurnar yrðu uppfærðar, m.v. minnisblað. Samþykkt að fela bæjarstjóra að uppfæra reglurnar og leggja fyrir ráðið að nýju í september nk. -
Fjárstreymisyfirlit janúar til maí 2020.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu fimm mánuði ársins 2020.
Fundi slitið kl. 9:40