Fara í efni

Bæjarráð

24. júní 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn  25. júní, 2020 og hófst hann kl. 08:15.

Fundurinn haldinn í fundarsal bæjarins við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður,  Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.                                                                                                          Karl Pétur Jónsson mætti kl. 8:20

 

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gestir fundarins voru undir lið nr. 2 Erlendur Pálsson sviðstjóri farþegaþjónustu.

og undir lið nr. 1 Guðrún Agnarsdóttir og Helga Hlín Hákonardóttir frá Strategíu og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020060067 – Skipulag og stjórnarhættir byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.
    Bréf Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu dags. 12.06.2020, varðandi skipulag og stjórnarhætti byggðasamlaga innan SSH. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu mættu á fund ráðsins og kynntu drög að skýrslu um skipulag og stjórnarhætti. Bæjarráð þakkar fyrir góðar umræður.

  2. Málsnúmer 2020060117 – Útboð ferðaþjónusta fatlaðra.
    Lagt fram gögn varðandi útboð á sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu nr. 14799. Í þjónustulýsingu sveitarfélaganna um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, sem samþykkt var 6. mars 2020, kemur fram að sveitarfélögin fela Strætó bs. að sá um útboð á akstursþjónustu, sbr. gr. 3.1 og 3.2.1 í meðfylgjandi þjónustulýsingu. Útboð er ferlið frá auglýsingu þar til skuldbindandi samningur er kominn á milli aðila. Af framangreindu samkomulagi sveitarfélaganna leiðir að sveitarfélögin hafa falið Strætó bs. að sjá einnig um val á tilboði í útboðinu. Lögð fram  niðurstaða á mati á tilboðum, sbr. minnisblað og úrdráttur. Tilboðið felur í sér nokkurn sparnað fyrir sveitarfélögin.

  3. Málsnúmer 2020060065 – Trúnaðarmál 
    Erindi SA tekið fyrir, bæjarstjóra falið að svara erindinu mv. umræður á fundinum.

  4. Málsnúmer 2020060068 – Fasteignamat.
    Bréf sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16.06.2020 varðandi bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 27.05.2020 varðandi fasteignamat. Lagt fram.

  5. Málsnúmer 2020060089 – Bréf Eflingar.
    Bréf Eflingar stéttarfélags dags. 12.06.2020, lagt fram.

  6. Málsnúmer 2020060088 – Bandalag íslenskra skáta.
    Bréf Bandalags íslenskra skáta dags. 09.06.2020, varðandi styrkbeiðni fyrir sumarið 2020. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.

  7. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 neyðarstig almannavarna.
    Bæjarstjóri lagði fram minnisblöð Byggðastofnunar um áhrif hruns ferðaþjónustu vegna COVID19 á annars vegnar öll sveitarfélög og hins vegnar sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

  8. 2019060193 – Stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness.
    Bréf Barnaverndarstofu dags. 21.05.2020 varðandi tillögu frá bæjarstjórnarfundi 12. júní sl. bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Sent var formlegt erindi á Persónuvernd sl. haust, í svari Persónuverndar kemur skýrt fram að Seltjarnarnesbær hefur ekki heimild til að fara í þessa skoðun. Málinu vísað til fjölskyldunefndar.

  9. 2020050323 – Frístundamiðstöð Seltjarnarness.
    Bréf Íþróttafélagsins Gróttu dags. 19.05.2020 varðandi starfsemi frístundamiðstöðvar Seltjarnarness fyrir grunnskólabörn. Bæjarráð telur ekki að svo stöddu að verða við erindinu, en vísar málinu til fræðslustjóra til

  10. Málsnúmer 2018080618 – Siðareglur kjörinna fulltrúa Seltjarnarnesbæjar..
    Bæjarstjóri lagði til að reglurnar yrðu uppfærðar, m.v. minnisblað. Samþykkt að fela bæjarstjóra að uppfæra reglurnar og leggja fyrir ráðið að nýju í september nk.

  11. Fjárstreymisyfirlit janúar til maí 2020.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu fimm mánuði ársins 2020.


Fundi slitið kl. 9:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?