Haldinn í fundarsal bæjarins á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 28. maí, 2020 og hófst hann kl. 08:15.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Gestir fundarins voru undir lið nr. 8. Björg Fenger, formaður stjórnar Strætó bs. og Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Málsnúmer 2020050309 – Trúnaðarmál - starfsmannamál Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis sbr. fundargerð nr.53/19.05.2020.
Málið lagt fram og kynnt og eftirfarandi bókun samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs.
Málið lagt fram og kynnt og eftirfarandi bókun lögð fram.
Af lögum um hollustuhætti og mengunareftirlit er skýrt að heilbrigðisnefnd er falið að ráða heilbrigðisfulltrúa, þ.á m. framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins. Af því leiðir jafnframt að heilbrigðisnefndin fer með aðrar ákvarðanir sem varða ráðningu starfsmanna, þ.á m. ákvörðun um starfslok.
Ákvarðanir heilbrigðisnefndar verða þó að rúmast innan þeirra fjárhagsáætlunar sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn, sbr. 46. gr. laganna. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að við ákvörðun um ráðningar og starfslok starfsmanna Heilbrigðiseftirlitsins beri að gæta þeirra almennu reglna og sjónarmiða sem gilda um mannauðsmál sveitarfélaga. Við slíkar ákvarðanir er ennfremur lögð sérstök áhersla á að sjónarmið um góða stjórnsýsluhætti séu uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir samhljóða. -
Málsnúmer 2016120063 – Beiðni um auknar fjárheimild v. skammtímavistunar.
Bréf sviðsstjóra Fjölskyldusviðs dags. 18.05.2020 beiðni um auknar fjárheimildir vegna barnaverndarmáls.
Viðauki við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 8.896.000,- vegna barnavernd. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 6 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar. -
Málsnúmer 2020050105 – Beiðni um aukna fjárheimild v. frístundar fatlaðra barna sumarið 2020.
Bréf sviðsstjóra Fjölskyldusviðs dags. 18.05.2020 beiðni um auknar fjárheimildir vegna sumarúrræðis fatlaðra barna sumar 2020. Lagt fram. -
Málsnúmer 2020050295 – Leikskóli Seltjarnarness.
Bréf leikskólastjóra dags.25.5.2020 þar sem óskað er eftir afmælisstyrk til leikskólans í tilefni af 10 ára afmæli sameiningarinnar. Bæjarráð samþykkir kr. 350.000,- -
Málsnúmer 2020050308 – Námsstyrkur.
Bréf sviðstjóra fjölskyldusviðs dags. 25.5.2020 þar sem lagt er til að samþykkja námsstyrk fyrir starfsmann IKLG. Lagt fram. -
Málsnúmer 2020050250 – EFS.
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 14.5.2020 sent í kjölfar COVID-19. Lagt fram. -
Málsnúmer 2020040121 - COVID19 neyðarstig almannavarna.
Farið var yfir að Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveiru faraldursins (COVID-19). Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir 6. mars sl., fyrsta smit var staðfest hér á landi 28. febrúar.
Ferli sem fer í gang vegna neyðarstigs er lokið, en sóttvarnalæknir og stýrihópur um verkefni sem snýr að COVID-19, fylgjast eftir sem áður með þróun faraldursins og taka ákvarðanir miðað við framvindu hans. Frá því að neyðarstigi var lýst yfir hafa 10 einstaklingar látið lífið, 1.804 smit hafa verið staðfest, yfir 20.370 farið í sóttkví og 58.856 sýni verið tekin.
-
Málsnúmer 2020050313 – Greining á fjármálum sveitarfélaga.
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 25.05.2020, vegna greiningar á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar COVID19 heimsfaraldursins. Lagt fram. -
Málsnúmer 2020050161 – Bréf Strætó bs., varðandi drög að nýrri gjaldskrárstefnu, dag. 8.5.2020.
Á fund bæjarráðs mættu Björg Fenger, formaður stjórnar Strætó bs. Og Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. og gerðu þau grein fyrir drögum að nýrri gjaldskrárstefnu Strætó. Í tillögu að nýrri gjaldskrá er m.a. gert ráð fyrir að einfalda og jafna afsláttargjöld þannig að bæði fastir og tilfallandi viðskiptavinir geti fundið fargjald við sitt hæfi. Bæjarráð tekur jákvætt í væntanlegar breytingar.
Bæjarráð þakkar Björgu og Jóhannesi fyrir kynningu á nýrri gjaldskrárstefnu. -
Fjárstreymisyfirlit janúar til apríl 2020.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu fjóra mánuði ársins 2020.
Fjármálastjóri lagði til í samræmi við tillögu HLH ehf að þjónusturými eldriborgara á Skólabraut 3-5 sem hingað til hefur verið fært undir Félagslegar íbúðir verði fært undir eignasjóð í A hluta. Bæjarráð samþykkir að gera viðauka nr. 5 þar sem þessi eign er millifærð frá B-hluta yfir í A-hluta. Þessi breyting hefur ekki áhrifa á handbært fé eða rekstur samstæðunnar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:35