Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 30. apríl, 2020 og hófst hann kl. 13:00.
Fjarfundur stýrt frá fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fjarfundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi mætti á fund 13:24.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Gestir fundarins voru undir lið nr. 1, Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir sérhæfðir ráðgjafar frá Strategíu ehf..
Undir lið nr.2 Sátu Ragna Sigríður Reynisdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Baldur Pálsson
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Endurskoðun skipulags og stjórnarhátta byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.
Á fjarfund bæjarráðs mættu þær Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir sérhæfðir ráðgjafar frá Strategíu ehf. þar sem þær gerðu grein fyrir fyrstu drögum að tillögum að endurskoðun skipulags og stjórnarhátta byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum eru kynntar helstu forsendur fyrir rekstri byggðasamlaganna og á grundvelli þeirra eru lagðar fram þrjár sviðsmyndir um stjórnarhætti og skipulag byggðasamlaganna. Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH var á fjarfundi bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkaði viðkomandi aðilum fyrir góða kynningu og upplýsingar.
-
Fjárstreymisyfirlit janúar til mars 2020.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020.
-
Málsnúmer 2019080744
Viðauki við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 117.269.668,- vegna leiðréttingar á fjárhagsaðstoð, barnavernd, málefnum fatlaðs fólks, heimgreiðslur til foreldra undra barna, einkarekinna leikskóla og launbreytinga skv. nýjum kjarasamningum og langtímaveikinda starfsmanna. Einnig auknar tekjur að upphæð kr. 44.859.493,- sem eru vegna aukinna útsvarstekna í kjölfar kjarasamninga. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 3 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjóri gerði grein viðauka nr.3.
-
Viðbrögð vegna áhrifa COVID19 – neyðarstig almannavarna.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir umræðu á fundi almannavarna sl. föstudag, þar komu fram upplýsingar um áhrif samkomubanns á líðan og hegðun fólks í samfélaginu. Þær ánægjulegar fréttir þessa daga er að sífellt færri greinast af Covid19 á Íslandi. Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fundaði á þriðjudaginn var, þar sem farið var yfir auglýsingu frá heilbrigðisráðherra vegna tilslakanna frá og með 4. maí nk. Í auglýsingunni kemur fram að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá gildistöku hennar ekki eiga við um nemendur í starfsemi leik- og grunnskóla. Bæjarstjóri upplýsti að sama á við varðandi börnin í starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og annarri lögbundinni þjónustu á leik- og grunnskólastigi. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi en skólasundkennsla hefst hjá bænum frá 4. maí samkv. stundaskrá, bókasafnið opnar að nýju en með skilyrðum, allur undirbúningur er í fullum gangi með stjórnendum bæjarins að innleiða breitt verklag frá 4. maí.
-
Bréf Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til fjármála- og efnahagsráðherra varðandi stuðning við sveitarfélögin, dags. 14.04.2020.
Bæjarstjóri kynnti efni bréfs Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til fjármála- og efnahagsráðherra þar sem leitað er eftir stuðningi ríkisins við starfsemi sveitarfélaga þegar mæta þarf gífurlegum samdrætti í tekjum á sama tíma og kröfur er um að sveitarfélög sinni óbreyttri þjónustu við íbúa.
Bæjarráð tekur undir áherslur í bréfinu um nauðsyn þess að ríkið komi að stuðningi við starfsemi sveitarfélaga Fjármálastjóri -
Málsnúmer 2020040197.
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árið 2019, lögð fram.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 15:09