Fara í efni

Bæjarráð

19. mars 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 19. mars, 2020 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður,  Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi sem var í símasambandi við fundinn.

Einnig sátu fundinn undir lið nr. 2, Baldur Pálsson, María Björk Óskarsdóttir,

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2019.
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2019, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2019, samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur er undirritaður og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 25. mars og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar 15. apríl 2020.

  2. COVID-19 – neyðarstig almannavarna.
    Bæjarstjóri gerði almennt grein fyrir aðgerðum bæjarins vegna neyðarstigs almannavarna og reglum heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólahaldi og samkomum. Lýsti hún verkefninu framundan við að halda starfsemi bæjarins gangandi og hvernig einstaka vinnustaðir eru að bregðast við til að veita þjónustu en um leið að verja vinnustaðinn og starfsfólk með takmörkun á aðgengi og fjarvinnu. Einnig upplýsti bæjarstjóri um samtal Sambands Íslenskra sveitarfélaga og ríkisins um aðgerðir sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskap landsmanna. Baldur Pálsson sviðstjóri og María Björk Óskarsdóttir gerðu grein fyrir aðgerðum og helstu áherslum sem verið er að vinna að varðandi starfsemi sem fellur undir þeirra svið.

  3. Frumvarp til að tryggja starf sveitarstjórna við neyðarástand.
    Tilkynning frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand, dags. 12.03.2020. Lögð fram.

  4. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga frestað.
    Fundarboð/frestun Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga lagt fram.

Fundi slitið kl. 10:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?