Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 21. nóvember, 2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr: 4, sat Árni Ármann Árnason (ÁÁÁ) lögfræðingur.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fjárstreymisyfirlit janúar til október 2019.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir tíu mánaða uppgjör ársins 2019.
-
Málsnúmer 2019110088 – Jafnlaunastefna endurskoðun.
Jafnlaunastefna bæjarins sem samþykkt var í bæjarstjórn 12.06.2019 hefur nú verið uppfærð í samræmi við vinnu við jafnlaunavottun. Bæjarráð samþykkir uppfærða jafnlaunastefnu og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2019080100 – Innheimtuferlar álagðra gjalda.
Fjármálastjóri fór yfir innheimtuferli hjá bænum.
-
Málsnúmer 2019110020 – Lækningaminjasafn.
Erindi varðandi sölu á Lækningaminjasafninu lagt fram. ÁÁÁ fór í gegnum dómsmál og tilboð.
-
Málsnúmer 2019110032 – Lyfjafræðisafn
Bréf dags. 05.11.2019 varðandi opinber gjöld á Safnatröð húsi Lyfjafræðisafnsins lagt fram. Bæjarráð telur eigi unnt að verða við erindinu.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 09:30