Fara í efni

Bæjarráð

31. október 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 31. október, 2019 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurþóra Bergsdóttir, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr: 1, sat Haraldur Líndal Haraldsson

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2019090223 – Rekstrarúttekt.

    HLH mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins. Vinna við greiningakaflann um fjármálin er í gangi viðtöl við sviðstjóra er nánast lokið.

  2. Málsnúmer 2019080744 – Fjárhagsáætlun 2020 (2020-2023).

    Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020 og árin 2021-2023, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti. Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020 er rekstrarniðurstaða kr. 62.457.025.-

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2020 (2020-2023) til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. einnig 2. mgr. 40. gr. um stjórn Seltjarnarnesbæjar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 12. nóvember 2019.

  3. Málsnúmer 2019100264 – Tillaga um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2020.

    Lögð fram eftirfarandi tillaga um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2020.

    ,,Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að álagningarhlutfall útsvars verði 13,70% á tekjur manna á árinu 2020 samkvæmt heimild í 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. 24. gr. laganna. Samþykkt bæjarstjórnar skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 15. desember 2019 samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.“

    Bæjarráð vísar tillögu um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  4. Málsnúmer 2019100248 – Jafnvægisvog viljayfirlýsing.

    Bæjarstjóri kynnti viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina FKA 2019, viljayfirlýsing með FKA að taka saman höndum og vinna að því að jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi í anda jafnréttislaga.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsinguna um samstarf til 5 ára þar sem Seltjarnarnesbæar mun heita því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar eins og fram kemur í viljayfirlýsingunni.

  5. Málsnúmer 2019100244 – Samráðshópur vegna móttöku flóttafólks.

    Bréf Félagsmálaráðuneytisins dags. 17.10.2019 varðandi samráðshóp vegna móttöku flóttafólks. Ráðuneytið óskar eftir tilnefningu tveggja fulltrúa af hálfu Seltjarnarnesbæjar í samráðshópinn. Bæjarráð tilnefnir Baldur Pálsson og Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir, og Snorri Aðalsteinsson og Ólína Thoroddsen til vara.

  6. Málsnúmer 2019100241 – Snorraverkefni

    Bréf dags. 10.10.2019 varðandi verkefnið ,,The Snorri Program“ vegna ársins 2020. Bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 9:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?