Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 26. september, 2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fjárstreymisyfirlit janúar til ágúst 2019.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir átta mánaða uppgjör ársins 2019.
-
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2020 (2020-2023) forsendur og verkferlar.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum og vinnuferlum vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019 (2020-2023). Fjárhagsáætlun verður lögð fram í bæjarráði 31. október 2019 og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 13. nóvember 2019. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð 11. desember 2019. Bæjarráð samþykkir forsendur og verkferla fjárhagsáætlunar 2020 - 2023.
-
Málsnúmer 2019090381 – Reglur Seltjarnarnesbæjar um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002
Erindi samþykkt á fundi fjölskyldunefndar á fundi ráðsins 19.09.2019, varðandi reglur um greiðslu lögmannskostnaðar, vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og vísar til staðfestingu bæjarstjórnar frá 1. janúar 2020.
-
Málsnúmer 2019090384 – Húsnæðisbætur/sérstakur húsnæðisstuðningur.
Erindi samþykkt á fundi fjölskyldunefndar á fundi ráðsins 19.09.2019 varðandi nýtt viðmið til greiðslu húsnæðisstuðnings, vísað til bæjarráðs. Bæjarráð frestar til næsta fundar.
-
Málsnúmer 2019080198 – Reglur um fjárhagsaðstoð.
Erindi samþykkt á fundi fjölskyldunefndar á fundi ráðsins 19.09.2019 varðandi endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ, vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögur fjölskyldunefndar og vísar til staðfestingu bæjarstjórnar frá 1. janúar 2020.
-
Málsnúmer 2019010199 – Auglýsing um gjaldskrá vegna stöðvunarbrota.
Lögð fram auglýsing um gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í samræmi við stofnun bílastæðasjóðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð samþykkir auglýsinguna og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
-
Málsnúmer 2019090416 – Hitaveita Seltjarnarness.
Lagt fram minnisblað varðandi innheimtuferli hitaveitunnar.
-
2019060193 – Stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness.
Tillaga frá bæjarstjórnarfundi 12. júní sl. bæjarstjóri upplýsti að fenginn hafi verið óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarness síðustu 15 ár þar sem skoðað verði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.
-
Málsnúmer 2019090394 – Á allra vörum.
Bréf dags. 23.09.2019 beiðni um styrk í átakið ,,Á allra vörum“. Bæjarráð samþykkir framlag að fjárhæð kr. 100.000.-
-
Aðgengi að vinnustað barna
Bæjarstjóri upplýsti að hún hefði rætt við fræðslustjóra að skoða aðgengi að vinnustað barna á Seltjarnarnesi í kjölfar atviks sem átti sér stað í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. Málið er komið í ferli og verður kynnt í skólanefnd.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 09:30