Fara í efni

Bæjarráð

12. september 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 12. september, 2019 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurþóra Bergsdóttir, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr: 2 sátu Björn H. Halldórsson, f.stj. Sorpu og Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárstreymisyfirlit janúar til júlí 2019.

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir sjö mánaða uppgjör ársins 2019.

  2. Málsnúmer 2019090064 – Breytt fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs.

    Erindi Sorpu bs. vegna breyttrar fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar ásamt fylgigögnum lagt fram. Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs fór yfir drög að endurskoðaðri fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun fyrir árið 2019-2023. Einnig var farið yfir greinargerð/minnisblað um breytingar á fjárfestingaráætlun og breytta fjármögnun.

  3. Málsnúmer 2019070144 – Aukin útgjöld til barnaverndar.

    Bréf Snorra Aðalsteinssonar félagsmálastjóra dags. 11.9.2019 um ósk að auka fjárveitingu við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna barnaverndarmála. Bæjarráð frestar erindinu.

  4. Málsnúmer 2019080302 – Aukin útgjöld við stuðning í Leikskóla Seltjarnarness.

    Bréf fræðslustjóra um ósk að auka fjárveitingu við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna tveggja barna sem þurfa stuðning við Leikskóla Seltjarnarness 2019-2020. Bæjarráð frestar erindinu.

  5. Málsnúmer 2019010312 – Gistináttagjald í neyðarathvörfum.

    Bréf Reykjavíkurborgar dags. 14.08.2019 varðandi viðauka núgildandi samning um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborga sem gerður var 16.05.2019 Viðaukinn tekur á skjölun og skráningu persónuupplýsinga. Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra að skrifa undir hann.

  1. Málsnúmer 2019050442 – Heimsmarkmiðin og loftslagsmál.

    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Bæjarráð lýsir vilja sínum að gerast aðilar að þessum nýja samstarfsvettvangi og bæjarstjóra falið að tilnefna 1-2 tengiliði.

  2. Málsnúmer 2019080205 – Áskorun vegna hamfarahlýnunar.

    Bréf Samtaka grænkera á Íslandi dags. 20.08.2019, lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar.

  3. Málsnúmer 2019080700.

    Bréf IG dags. 28.08.2019 lagt fram.

    Bæjarráð óskar eftir að gerð verði úttekt á málsmeðferðinni í þessu tiltekna máli.

    Niðurstaðan yrði tekin saman í álitsgerð. Bæjarráð samþykkir og bæjarstjóra falið að vinna með málið.

  4. Málsnúmer 2018100102 – Draga úr plastmengun í rekstri bæjarins.

    Klappir Core hugbúnaður, innleiðing grænt bókhald. Bæjarstjóri fór yfir málið, bæjarráð sér ekki ástæðu til að taka upp hugbúnaðinn núna.

  5. Málsnúmer 2019080058 – Lækningaminjasafn.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfshóps til þess að meta húsnæði á Seltjarnarnesi m.t.t. framtíðarhöfuðstöðva Náttúruminjasafns Íslands.

  6. Málsnúmer 2019090223 – Rekstrarúttekt.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu úttektar HLH ehf. á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins. Vinna við greiningakaflann um fjármálin er í gangi viðtöl við sviðstjóra verða eftir miðjan mánuðinn.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 09:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?