Fara í efni

Bæjarráð

11. júlí 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 11. júlí, 2019 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður, Karl Pétur Jónsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárstreymisyfirlit janúar til maí 2019.

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir tímabilið janúar og maí 2019.

  2. Innkaupareglur og Innkaupastefna Seltjarnarnesbæjar.

    Bæjarráð samþykkir uppfærð drög að innkaupareglum og einnig innkaupastefnu Seltjarnarnesbæjar. Fjármálastjóra falið að kynna fyrir sviðstjórum.

  3. 2019010411 – Samningur félagsmálaráðuneytisins varðandi móttöku flóttafólks.

    Bæjarstjóri kynnti drög að samningi við félagsmálaráðuneytið. Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að skrifa undir.

  4. 2019030069 – Okkar Nes.

    Fjármálastjóri upplýsti að ekki hefði gefist tími til að fara í verkefnið í ár. Fjármálastjóra falið að skoða hvaða ferlar þurfa að vera til staðar fyrir næsta ár. Koma með tillögu við fjárhagsáætlun ársin 2020.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2019, samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

    Viðauki nr. 1

    Okkar Nes kr. 10.000.000.- falli niður á árinu 2019 og fært til hækkunar á handbæru fé.

  5. 2017090205 – Mýrarhúsaskóli endurnýjun á málmklæðningu á hluta Mýrarhúsaskóla ásamt endurnýjun á gleri og ýmissa verkþátta.

    Bæjarstjóri upplýsti um tilboð sem bárust varðandi endurnýjun á klæðningu og gleri við viðbyggingu Mýrarhúsaskóla. Opnun tilboða í endurnýjun á klæðningu og gleri í viðbyggingu Mýrarhúsaskóla.

    Eftirfarandi tilboð lögð fram:

    Spöng ehf. Kr. 47.000.000.-

    Aðalvík ehf. Kr. 76.747.540.-

    Viðskiptavit ehf. Kr. 41.986.300.-

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Viðskiptavit ehf. og felur sviðstjóra umhverfissviðs að ganga frá samningum. Farið verði í framkvæmdir næsta sumar sbr. umræður á fundinum. Samþykkt með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur sviðstjóra umhverfissviðs afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86.gr. laga um opinber þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr .laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2019, samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

    Viðauki nr. 2

    Frágangur á lóð við Íþróttamiðstöð og Félagsheimili kr. 28.374.500.-

    Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á öðrum lið á fjárhagsáætlun 2018 (viðhaldi við Mýrarhúsaskóla um kr.50.000.000-) kr. 21.625.500.- til hækkunar á handbæru fé.

  6. 219040129 – Endurskoðun.

    Fjármálastjóri lagði fram þau tilboð sem bárust.

    PWC kr. 7.936.000.-

    KPMG kr. 6.944.000.-

    Enor kr. 6.710.672.-

    Deloitte kr. 4.402.000.-

    Grant Thornton kr. 4.278.000.-

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Grant Thornton með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86.gr. laga um opinber þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr .laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.

  7. 2019050277 – Aðgerðir stjórnvalda í menntamálum, útfærsla starfsnámsárs og námsstyrkir.

    Skólanefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðum reglum um styrki Seltjarnarnesbæjar til náms í leikskólakennarafræðum, lagt fram.

    Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar.

  8. 2019060024 – Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði og uppfærsla leigusamninga.

    Á fundi fjölskyldunefndar 13.06.2019, fundi nr. 433 var tekin fyrir breytingar á húsaleigu félagslegra leiguíbúða. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögurnar og vísaði þeim til bæjarráðs.

    Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjóri leggi fram tillögu að útfærslu fyrir næsta fund.

  9. 2019060267 – Bréf Þjóðskrár Íslands varðandi fasteignamat 2020, dags. 24.06.2019.

    Lagt fram. Í bréfinu kemur fram að fasteignamat á Seltjarnarnesi hækkar um 5,7% milli áranna 2019 og 2020.

  10. 2019060303 – Stefnumótun Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2025.

    Bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 27.06.2019 varðandi stefnumótun LRH til ársins 2025. Lagt fram.

  11. 2019060266 –Griðasvæði fugla á varp- og uppeldistíma.

    Bréf Skúla Magnússonar, dags. 20.06.2019 varðandi bókun umhverfisnefndar Seltjarnarness 05.06.2019 vegna: ,,Griðasvæði fugla á varp- og uppeldistíma á Vestursvæðum Seltjarnarness“. Lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og óskar eftir frekari rökstuðningi við þeim tillögum sem samþykktar voru á síðasta fundi nefndarinnar.

  12. 2019060237 – Varplönd við Gróttu.

    Bréf Böðvars Þórissonar, dags. 19.06.2019 varðandi seglbrettasiglingur við Seltjörn, lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og óskar eftir frekari rökstuðningi við þeim tillögum sem samþykktar voru á síðasta fundi nefndarinnar.

  13. 2019060251 – Náttúruspjöll á Helgafelli.

    Bréf Umhverfisstofnunar dags. 19.06.2019 varðandi náttúruspjöll á Helgafelli. Lagt fram.

  14. 2019050440 – Gjaldtaka við notkun negldra hjólbarða.

    Bréf Samgöngufélagsins dags. 31.05.2019 varðandi hóflega gjaldtöku til að draga úr notkun negldra hjólbarða. Lagt fram.

    Fundargerð skipulags- og umferðarnefndar nr. 91 tekin fyrir í bæjarráði.

  15. 2019060290 – Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík.

    Eftirfarandi var bókað í fundargerð 91. fundar skipulags- og umferðanefndar haldinn miðvikudaginn 3. júlí 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi og þarf staðfestingu bæjarstjórnar.

    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Íbúðarbyggð og blönduð byggð.

    Lýsing: Um er að ræða breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Með verklýsingu eru boðaðar umfangsmiklar breytingar á AR2010-2030, sem einkum varða stefnu um íbúðarbyggð, markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar. Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við Aðalskipulagsbreytingu.

    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

  16. 2019060293 – Deiliskipulag Melhúsatún.

    Heiti máls: Deiliskipulag Melhúsatúns – fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi - Selbraut 80.

    Lýsing: Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. Tillaga að bílskúr fyrir Selbraut 80.

    Afgreiðsla: Erindinu vísað til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir húseigendum Selbrautar 76, 78, 82 og 84 og Sæbrautar 20 og 21. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

  17. 2019040150 – Selbraut 42.

    Heiti máls: Selbraut 42.

    Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Samþykki nágranna lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Skipulagsnefnd metur breytinguna, þ.e. stækkun byggingarreits vegna skála óverulega og til samræmis við áður útgefið byggingarleyfi fyrir Selbraut 36. Því er hér um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fór fram og bárust engar athugasemdir. Nefndin samþykkir að vísa málinu til byggingarfulltrúa sem auglýsir deiliskipulagsbreytinguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

  18. 2019010199 – Bílastæðasjóður Seltjarnarnesbæjar.

    Skipulags- og umferðarnefnd tók fyrir á fundi sínum 3.7.2019 nr. 91eftirfarandi mál. Nefndin samþykkti tillögurnar og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um stofnun bílastæðasjóðs Seltjarnarnesbæjar og felur bæjarstjóra að vinna að innleiðingu.

  19. 2019010166 – Sæbraut 6.

    Heiti máls: Sæbraut 6

    Lýsing: Umsókn um stækkun á bílskúr. Grenndarkynning eigenda lögð fram kynningar.

    Afgreiðsla: Grenndarkynning fór fram og bárust engar athugasemdir. Nefndin samþykkir að vísa málinu til byggingarfulltrúa sem auglýsir deiliskipulagsbreytinguna sbr. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

  20. Gjaldskrár breytingar.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir breytingu á gjaldskrá leikskóla og frístundar.

    Samþykkt tillaga fjármálastjóra með tveimur atkvæðum og einn á móti, um hækkun frá og með 1. ágúst 2019.

    Bókun minnihlutans:

    Undirritaður leggst alfarið gegn 10% hækkun á gjaldskrá Leikskóla Seltjarnarness og Frístundar

Undirritaður fordæmir þá pólítík sem Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur stundað í kjölfar tapreksturs bæjarins og stóraukinnar skuldsetningar síðastliðin ár. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og þær tillögur sem kynntar hafa verið snúa að því að hækka gjaldskrár eldri borgara, barnafjölskyldna og húsaleigu í félagslegu húsnæði bæjarins. Staðan á rekstri bæjarins er ekki ákjósanleg en þetta er staða sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á að koma öllum Seltirningum í. Það væri því mun manneskjulegri pólítík að allir bæjarbúar tækju þátt í viðsnúningi bæjarins í samræmi við tekjur sínar frekar en að hækka aðeins gjöld hjá hópum í viðkvæmri stöðu.

Seltjarnarnesbær stendur nú í flóknum kjaraviðræðum sem ríkið, sveitarfélögin, samtök atvinnurekenda og stéttarfélögin hafa reynt að taka höndum saman við að leysa með fjölbreyttum hætti. Ein aðgerð til að liðka við gerð kjarasamninga var undirritun lífskjarasamninga 2019-2022. Hluti af þeim samningi var yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem Sambandið mæltist til þess að sveitarfélögin myndu ekki hækka gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig mæltist Sambandið til þess að á árinu 2020 hækki gjaldskrár sveitarfélaga um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri. Hækkun sem þessi er skýrt brot á þessari yfirlýsingu og er líkleg til að setja kjaraviðræður í enn meiri hnút.


Guðmundur Ari Sigurjónsson

Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 10:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?