Fara í efni

Bæjarráð

13. júní 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 13. júní, 2019 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárstreymisyfirlit janúar til apríl 2019.

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir tímabilið janúar og apríl 2019.

  2. Fjárstreymisyfirlit árið 2019.

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir helstu kostnaðarþætti sem skoða þarf á árinu 2019.

  3. 2018110066 – Ný heimasíða.

    Ný heimasíða fyrir Seltjarnarnesbæ, María Björk Óskarsdóttir, sviðstjóri kynnti tilboð sem bárust. Bæjarráð felur fjármálastjóra og Maríu Björk að vinna áfram með lægsta tilboðið frá Stefnu og kynna frekar á næsta fundi bæjarráðs..

  4. 2019050357 – Húsnæðissjálfseignarstofnun.

    Bæjarstjóri kynnti stofnun á félagi fyrir húsnæðissjálfseignarstofnun, tilgangur félagsins er að byggja eða kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi almennra íbúða og veita þjónustu í almannaþágu samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið milli funda og undirbúa stofnun félagsins.

  5. 2019060193 – Stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnend Seltjarnanress.

    Tillaga frá bæjarstjórnarfundi 12. Júní lögð fram.

    Lagt til að óháður aðili verði fenginn til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarness. Lagt til að stjórnsýsla Barnaverndar síðustu 15 ára verði skoðuð til að meta hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.

    Unnið verði faglegt mat á núverandi skipulagi barnaverndarstarfs á Seltjarnarnesi, á barnaverndarúrræðum, starfsumhverfi, verkaskiptingu á sviðinu og vinnuferlum.

    Niðurstöður úttektarinnar verði kynntar, að því leiti sem hægt er og gerð framkvæmdaáætlun um úrbætur ef þörf er á.

    Bæjarstjóra falið að vinna með málið.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 9:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?