Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 11. apríl, 2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fjárstreymisyfirlit janúar til febrúar 2019.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir tímabilið janúar og febrúar 2019. -
Sex mánaða uppgjör bæjarins.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að birta sex mánaða uppgjör bæjarins fyrir árið 2019 á heimasíðu bæjarins í fyrstu viku ágúst nk. -
2019020061 – Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness 2019-2020.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri lagði fram kostnaðarútreikning vegna tillögu að úthlutun fyrir skólaárið 2019-2020, sem fræðslustjóri kynnti á síðast fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reiknilíkani fyrir árið 2019-2020. -
Opið bókhald.
Fjármálastjóri upplýsti um hvaða önnur kerfi eru til boða, einnig hvernig önnur bæjarfélög hafa brugðist við. Fjármálastjóra falið að endurnýja samstarfið við KPMG í samráði við Persónuvernd. Stefnt að því að opna aftur í haust. -
2018100094 - Öryggismyndavélar.
Fjármálastjóri upplýsti um stöðu verkefnisins sem unnið er í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínuna um öryggismyndavélakerfi í bænum. Nýjar vélar eru komnar upp við bæjarmörkin. Ákveðið að setja einnig upp við gatnamót Suðurstrandar og Nesvegar í öryggisskyni. -
2019040129 – Endurskoðun.
Fjármálastjóri lagði til að farið yrði í útboð á endurskoðun bæjarins. Bæjarráð felur fjármálastjóra að útbúa útboðsgögn og auglýsa miðað við umræður á fundinum. -
2017020047 – Capacent.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu Capacent varðandi félagsstarf eldri borgara. Bæjarráð samþykkir að félagsstarf aldraðra verði flutt frá félagsþjónustusviði yfir á fræðslusvið. Tilgangur þessarar breytinga er m.a. að nýta þekkingu og reynslu betur og þróa samstarf milli yngri og eldri íbúa í félagsstarfi enn frekar. Bæjarráð felur starfsmannastjóra að kynna breytingar á flutningi málaflokksins yfir á Fræðslusvið frá 1. júní nk. -
2019030180 – Balletskóli Guðbjargar.
Lagt fram erindi frá menningarnefnd varðandi samstarf Balletskóla Guðbjargar við Seltjarnarnesbæ. Bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu. -
2019040032 – Jazz og blúshátíð.
Lagt fram erindi frá menningarnefnd sem tekið var fyrir í nefndinni og vísað á bæjarráð varðandi styrkbeiðni til tónlistarhalds. Bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu. -
2019010312 – Gistináttagjald.
Bæjarráð samþykkir að fara í samstarf við Reykjavíkurborg varðandi neyðarathvarf fyrir heimilislausa. Bæjarstjóra falið að skrifa undir samstarfssamning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. -
2019030219 – Styrktarsjóður EBÍ 2019.
Lagt fram erindi frá Styrktarsjóði EBÍ 2019 varðandi umsóknarfrest til að sækja um styrkt í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2019. Sótt var um styrk varðandi landvörslu í Gróttu. -
2019040013 – Samningur um vistun barna.
Lagður fram samningur samþykktur af fjölskyldunefnd varðandi samning um vistun barna á Seltjarnarnesi. Bæjarráð staðfestir samninginn. -
2019030211 – Þjónustukort Byggðastofnun.
Lagður fram samstarfssamningur um söfnun, vinnslu og skil gagna fyrir þjónustukort við Byggðastofnun. Bæjarráð staðfestir samninginn. -
2018090088 – Sorpa bs.
Ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2018 lagður fram. -
2019040132 – Breyting á samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjóri kynnti breytingar sem gera þarf á bæjarmálasamþykkt í samræmi við tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og samþykkt fyrir öldungaráð. Bæjarráð staðfestir breytingar á samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar. -
2019040131 – Samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks
Lögð fram tillaga að samþykkt. Bæjarráð samþykkir og vísar til bæjarstjórnar. -
2019040130 - Samþykkt fyrir öldungaráð.
Lögð fram tillaga að samþykkt. Bæjarráð samþykkir og vísar til bæjarstjórnar. -
2019040133 – Nesklúbburinn
Bréf stjórnar Nesklúbbsins dags. 8. apríl 2019 varðandi styrk vegna endurnýjunar á húsnæði Nesklúbbsins. Bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:45