Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 17. janúar, 2019, og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu
Undir lið nr. 1 sat Haukur Geirmundsson, íþróttafulltrúi, undir lið nr. 2 sat Steingrímur Ari Arason.
-
Málsnúmer 2017030029.
Haukur Geirmundsson sviðstjóri mætti á fund ráðsins og fór yfir fyrstu skref þróunarverkefnis sem Seltjarnarnesbær og Embætti landlæknis hafa gert með sér. Farið var yfir hvernig verkefninu er skipt upp og unnið með sviðstjórum bæjarins. Bæjarráð þakkar fyrir þessar upplýsingar og óskar eftir að Haukur komi að sex mánuðum liðnum og kynni þá aftur stöðuna við innleiðingu.
-
Málsnúmer 2019010212.
Bæjarstjóri og Steingrímur Ari Arason kynntu drög að samkomulagi milli Vigdísarholts ehf., kt. 580214-1180 og Seltjarnarnesbæjar um afnot af húsnæði fyrir hjúkrunarheimlið að Safnatröð 2, á Seltjarnarnesi, með vísan til þess að heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning, dags. 10.1.2019 við Vigdísarholt ehf um rekstur hjúkrunarheimilis í húsnæði að Safnatröð 2 Seltjarnarnesbæ sem er í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð samþykkir samkomulagið sem tekur gildi 1. febrúar 2019 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2019010162.
Ársreikningur húsfélagsins Eiðismýri 30, fyrir árið 2018, lagður fram.
-
Málsnúmer 2018120051.
Bréf stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6.12.2018 varðandi vinnumansal og kjör erlends starfsfólks. Bæjarstjóri lagði til breytingu á innkaupareglum bæjarins þar sem ábending stjórnar sambandsins varðandi ,,keðjuábyrgð“ sem tryggi réttindi verkafólks og sporni gegn mögulegri misnotkun á erlendu vinnuafli verði sett inn í reglur bæjarins. Bæjarráð samþykkir breytingu á innkaupareglum bæjarins sem taki gildi frá deginum í dag í samráði við tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga.
-
Málsnúmer 2019010050.
Bréf Reita fasteignafélags hf., varðandi hækkun leigugreiðslna vegna hækkunar fasteignagjalda á fasteigninni að Eiðistorgi 11, sem leigt er undir bókasafn. Lagt fram, fjármálastjóra falið að uppfæra áætlun mv. breyttar forsendur.
-
Málsnúmer 2019010199.
Bílastæðasjóður Seltjarnarnesbæjar. Lögð fram tillaga að samþykkt um bílastæðasjóðs Seltjarnarnesbæjar dags. 17.1.2019. Bæjarráð vísar tillögum að samþykktum að stofnun bílastæðasjóð Seltjarnarness til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.
-
Málsnúmer 2019010073.
Bréf Félags Heyrnarlausra dags. 27.11.2018 varðandi styrk við útgáfu á bókinni ,,Drekinn innra með mér“. Erindi sent frá menningarnefnd til bæjarráðs til skoðunar. Bæjarráð samþykkir kr. 50.000.-.
-
Málsnúmer 2018120199.
Bréf Krabbameinsfélags Íslands dags. 20.12.2018, varðandi styrk til tóbaksvarnarfræðslu og námskeiða í reykbindi. Bæjarráð samþykkir kr. 100.000.-.
-
Málsnúmer 2018120004.
Bréf Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkveitingu fyrir árið 2019. Bæjarráð hafnar erindinu.
-
Fjárstreymisyfirlit.
Fjármálastjóri kynnti ellefu mánaða uppgjör bæjarins janúar til nóvember 2018. Einnig kynnti hann verklag við ársreikningagerð og upphaf endurskoðunar. Stefnt er að því að ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2019 verði tekinn fyrir við fyrri umræðu í bæjarstjórn til fyrri umræðu í bæjarstjórn 27. mars 2019.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:27