Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 29. nóvember, 2018, og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurþóra Bergsdóttir, varamaður.
Enn fremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 1 sat Árni Ármann Árnason, hæstaréttarlögmaður, lið 3 og 4 sat María Björk Óskarsdóttir.
-
Hjúkrunarheimili
Tekin fyrir fyrirspurn frá Samfylkingu á bæjarstjórnarfundi 14. nóvember. Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við hjúkrunarheimilið. Einnig mætti á fundinn lögmaður bæjarins til að fara yfir fyrirspurn frá síðasta bæjarstjórnarfundi og samskipti við Heilbrigðisráðuneytið.
-
Málsnúmer 2018070088/2018090135.
Bæjarstjóri fór yfir ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi 1. október sl. Varðandi nýmæli um að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Bæjarráð samþykkir að endurskoða samþykktir sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp, þar verði öldungaráð talin upp meðal annarra nefnda, ráða og stjórna sem sveitarstjórn kýs fulltrúa í. Vísa skal skal til þess að kjörið fari fram á grundvelli 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga með síðari breytingum með hliðsjón af 8. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra með síðari breytingum. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt breytingar á bæjarmálasamþykkt fari kjör á fulltrúum í öldungaráð fram. Bæjarráð samþykkir drög að samþykkt fyrir Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2017100128.
Félagsheimili Seltjarnarnesbæjar. María Björk sviðstjóri menningarsviðs fór yfir stöðu félagsheimilisins. Bæjarráð frestar frekari umræðu til næsta árs.
-
Málsnúmer 2018110066.
Ný heimasíða fyrir Seltjarnarnesbæ, sviðstjóri menningar- og samskiptasviðs MBÓ fór yfir tillögu að þarfagreiningu fyrir undirbúning að nýrri heimasíðu. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þetta verkefni. Verkefnið verður kynnt bæjarráði þegar fyrir liggja útboðsgögn.
-
Málsnúmer 2018110139.
Bæjarstjóri leggur til að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á nýtt hjúkrunarheimili. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að efna til hugmyndasamkeppni og felur henni að vinna áfram með málið. Bæjarráð tilnefndir í dómnefnd: Magnús Örn Guðmundsson, Sigurþóru Bergsdóttur og Maríu Björk Óskarsdóttur.
-
Málsnúmer 2014040047.
Bæjarstjóri sagði frá stöðu viðræðna við ráðuneyti varðandi Lækningaminjasafnið við Safnatröð. Bæjarráð samþykkir að safnið verði auglýst til sölu og/eða leigu samanber auglýsingu sem kynnt var. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Tíu mánaða bráðabirgðauppgjör bæjarins.
Fjármálastjóri kynnti tíu mánaða uppgjör bæjarins janúar til október 2018.
-
Málefni fatlaðs fólks - úttekt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá utanaðkomandi aðila til að skoða málaflokk fatlaðs fólks. Skoða þarf greiðslur frá jöfnunasjóði, rekstur málaflokksins, sérúrræði og samstarf við önnur sveitarfélög.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:15