Fara í efni

Bæjarráð

15. nóvember 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 15. nóvember, 2018, og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

  1. Málsnúmer 2018100112.

    Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar dags. 25.10.2018 varðandi fyrirspurn SEJ fyrir hönd bæjarstjórnar til Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og Strætó bs., vegna fyrirspurnar á bæjarstjórnarfundi 3.10.2018 varðandi tengingu strætóleiða við grandann frá Seltjarnarnesi og Vesturbæ Reykjavíkur. Lagt fram.

  2. Málsnúmer 2018050197/2018110047.

    Bréf SSH varðandi áframhaldandi samstarf um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk dags. 06.11.2018. Bæjarráð vísar bréfinu til skoðunar hjá fjölskyldunefnd.

  3. Málsnúmer 2018100215.

    Bréf SHS dags. 25.10.2018 varðandi nýja gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2019. Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar frá október 2018 að nýrri gjaldskrá.

  4. Málsnúmer 2018030070/2018100202/2016070015.

    Viljayfirlýsing, bréf Vinnueftirlitsins varðandi viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Bærinn skrifaði undir viljayfirlýsinguna sl. vor. Farið var í vinnu við að endurskoða eineltisáætlun bæjarins. Bæjarstjóri kynnti drög um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Bæjarráð þakkar starfshópi góða vinnu og samþykkir fyrirliggjandi drög um nýja eineltisáætlun og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  5. Málsnúmer 2018110037.

    Bréf Sorpu dags. 26.10.2018 varðandi fjárhagsáætlun áranna 2019-2023 lögð fram.

  6. Málsnúmer 2018110040.

    Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 1.11.2018 varðandi nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar. Þar sem fram koma drög að breytingum á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga. Lagt fram. Bæjarstjóra falið að koma helstu sjónarmiðum Seltjarnarnesbæjar á framfæri.

  7. Málsnúmer 2018100200.

    Lögð fram drög að Persónuverndar- og upplýsingaöryggisstefna Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  8. Málsnúmer 2018100190.

    Bréf frá stjórn Snorrasjóðs dags. 18.10.2018, varðandi stuðning við Snorraverkefnið 2019. Bæjarráð samþykkir að leggja verkefninu lið að fjárhæð kr. 140.000.-.

  9. Málsnúmer 2018100191.

    Bréf EBÍ Brunabótar dags. 18.10.2018 varðandi ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2018 lagt fram.

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl. 9:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?