Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 15. nóvember, 2018, og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
-
Málsnúmer 2018100112.
Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar dags. 25.10.2018 varðandi fyrirspurn SEJ fyrir hönd bæjarstjórnar til Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og Strætó bs., vegna fyrirspurnar á bæjarstjórnarfundi 3.10.2018 varðandi tengingu strætóleiða við grandann frá Seltjarnarnesi og Vesturbæ Reykjavíkur. Lagt fram.
-
Málsnúmer 2018050197/2018110047.
Bréf SSH varðandi áframhaldandi samstarf um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk dags. 06.11.2018. Bæjarráð vísar bréfinu til skoðunar hjá fjölskyldunefnd.
-
Málsnúmer 2018100215.
Bréf SHS dags. 25.10.2018 varðandi nýja gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2019. Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar frá október 2018 að nýrri gjaldskrá.
-
Málsnúmer 2018030070/2018100202/2016070015.
Viljayfirlýsing, bréf Vinnueftirlitsins varðandi viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Bærinn skrifaði undir viljayfirlýsinguna sl. vor. Farið var í vinnu við að endurskoða eineltisáætlun bæjarins. Bæjarstjóri kynnti drög um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Bæjarráð þakkar starfshópi góða vinnu og samþykkir fyrirliggjandi drög um nýja eineltisáætlun og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2018110037.
Bréf Sorpu dags. 26.10.2018 varðandi fjárhagsáætlun áranna 2019-2023 lögð fram.
-
Málsnúmer 2018110040.
Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 1.11.2018 varðandi nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar. Þar sem fram koma drög að breytingum á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga. Lagt fram. Bæjarstjóra falið að koma helstu sjónarmiðum Seltjarnarnesbæjar á framfæri.
-
Málsnúmer 2018100200.
Lögð fram drög að Persónuverndar- og upplýsingaöryggisstefna Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2018100190.
Bréf frá stjórn Snorrasjóðs dags. 18.10.2018, varðandi stuðning við Snorraverkefnið 2019. Bæjarráð samþykkir að leggja verkefninu lið að fjárhæð kr. 140.000.-.
-
Málsnúmer 2018100191.
Bréf EBÍ Brunabótar dags. 18.10.2018 varðandi ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2018 lagt fram.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl. 9:15