Fara í efni

Bæjarráð

23. ágúst 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 23. ágúst 2018, og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr.1 mætti Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri, og undir lið 7 sat Baldur Pálsson

  1. Málsnúmer 2018050197.

    Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk..

    Bréf SSH varðandi áframhaldandi samstarf um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk dags. 12.07.2018, lagt fram. Snorri Aðalsteinsson fræðslustjóri upplýsti um stöðu verkefnisins. Bæjarráð samþykkir beiðni SSH um ráðningu verkefnastjóra. Áætlaður kostnaður Seltjarnarnesbæjar er kr. 200.000,-

  2. Málsnúmer 2018080047.

    Kennara- og starfsmannafundir í Leikskóla Seltjarnarness.

    Erindi frá skólanefnd þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki fjölgun kennara- og starfsmannafundi úr fjórum í sex . Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við þessu erindi til viðbótar við þær aðgerðir sem nú þegar hefur verið ráðist í á haustönn en vísar henni inn í fjárhagsáætlunargerð ársins 2019.

  3. Málsnúmer 218080042.

    Umsókn um stuðning við börn í Leiksskóla Seltjarnarness.

    Erindi frá fræðslustjóra og skólanefnd um aukið fjármagn til sérkennslu fyrir stuðning til handa börnum í Leikskóla Seltjarnarness að fjárhæð kr. 334.469.- á mánuði. Bæjarráð samþykkir beiðni fræðslustjóra og biður fjármálastjóra að gera ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun ársins 2018 frá hausti og í áætlun 2019.

  4. Málsnúmer 2018050206.

    Jafnlaunavottun.

    Bæjarstjóri upplýsti um ný lög um jafnlaunavottun sem samþykkt voru á Alþingi 2017. Bærinn þarf að setja í gang vinnu við innleiðingu á þessum lögum fyrir árslok 2018. Bæjarstjóri leggur til að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að fara í innleiðingarráðgjöf.

    Samþykkt. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  5. Málsnúmer 2018060044.

    AFA JCDECAUX Ísland ehf., biðskýli og kynningar.

    Lagður fram samningur milli AFA JCDecaux Íslandi ehf. og Seltjarnarnesbæjar um að gera með sér samning um 10 strætó biðskýli skv. samningi aðila frá 3.10.2000 um rekstur umræddra biðskýla og einkarétt á að setja upp kynningar og upplýsingatöflur innan marka sveitarfélagsins. Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að gerður sé nýr samningur með allt að 14 skýlum þar sem því verður við komið.

  6. Málsnúmer 2018060137.

    Bréf Íslenskrar orkumiðlunar varðandi raforkukaup Seltjarnarnesbæjar, dags. 04.06.18.

    Lögð fram samantekt fjármálastjóra varðandi svar hans til Íslenskrar orkumiðlunar.

  7. Inntaka nýrra barna á leikskólann.

    Baldur Pálsson fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðunni.

  8. Hjúkrunarheimili - opnun

    Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir og stöðu verkefnisins.

  9. Íþróttamiðstöð - stækkun

    Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir og stöðu verkefnisins.

  10. Hálfsársuppgjör bæjarins.

    Formaður óskar eftir að fjármálastjóri kynni sex mánaða uppgjör bæjarins jan - jún 2018 á næsta fundi bæjarráðs 13. september nk.

    Samandregið óendurskoðað uppgjör verði birt í framhaldinu á heimasíðu bæjarins.

    Jafnframt ákveðið að hefja undirbúning að birtingu ítarlegs hálfsársuppgjörs bæjarins frá og með 2019.

  11. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2019 (2019-2022) forsendur og verkferlar.

    Formaður óskar eftir að fjármálastjóri geri grein fyrir forsendum og verkferlum við undirbúning fjárhagsáætlunar á næsta fundi bæjarráðs 13. september nk.

    Formaður upplýsti að tillaga um fjárhagsáætlun verði lögð fram í bæjarráði eigi síðar en 1. nóvember nk. og að fyrri umræða fjárhagsáætlunar verði í bæjarstjórn 15. nóvember og síðari umræða 12. desember.

Fundi slitið 9:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?