Fara í efni

Bæjarráð

09. júlí 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Mánudaginn 9. júlí 2018, og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður og Guðmundur Ari Sigurjósson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.

  1. Málsnúmer 2018070103.
    Bæjarráð samþykkir að innleiða eftirfarandi tillögur og þróunarverkefni og fela fræðslustjóra að vinna áfram með neðangreind atriði sem rædd voru á fundi skólanefndar nr. 291,varðandi þróunarverkefni innan leikskólans er snerta kjör starfsmanna hans. Eftirfarandi tillögur og þróunarverkefni voru samþykkt og fræðslustjóra falið að útfæra þau.

    Undirbúningstími frá 1. september 2018:
    Undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara í LS verði aukinn frá 1. september 2018, verður undirbúningstímum fjölgað í 7 tíma fyrir deildarstjóra og 5 tíma fyrir leikskólakennara (í dag fá þessir starfsmenn 4 undirbúningstíma á viku). Undirbúningstími annarra háskólamenntaðra starfsmanna í LS, verði fjölgað í 5 tíma (hann er 4 tíma á viku í dag skv. kjarasamningi).

    Gefinn verður kostur á sveigjanleika við undirbúning, hvort undirbúningi er sinnt innan daglegs vinnutíma eða utan hans (ef unnið utan vinnutíma sé greidd eftirvinna).

    Viðbótargreiðslur vegna álags við fjölgun deilda frá 1. september 2018:
    Deildarstjórar, leikskólakennarar, aðrir háskólamenntaðir starfmenn og leikskólaliðar fái sem nemur 4 TV einingum, sem mánaðarlega viðbótargreiðslu vegna álags við fjölgun deilda, greiddar verði fjórar 4TV-einingar samtals kr. 44.000,- m.v. 100% starfshlutfall.

    Þróunarverkefni frá 1. október 2018:
    Fræðslustjóra, leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra verði falið að koma með útfærslu að hvatakerfi til að sameina hagsmuni starfsmanna, með því að umbuna starfsmönnum fyrir góða mætingu mánaðarlega. Verkefnið verði skilgreint sem þróunarverkefni frá 1. október 2018, þar sem starfsfólki sem uppfyllir reglur um hvatagreiðslu verði umbunað sérstaklega með einni 1TV-einingu mánaðarlega, samkvæmt nánari útfærslu sem kynnt verði 15. september 2018 til starfsmanna og taki gildi 1. október 2018.

    Viðhorfskönnun:
    Fræðslustjóra verði falið að óska eftir að foreldrafélagið, kanni hug foreldra til stytta vinnuvikuna og /eða frekari lokana á leikskólanum í jóla- og páskaleyfum og unnið verði með þær niðurstöður, sem komi úr þeim könnunum um hvernig hægt væri að bregðast við auknum leyfum starfsmanna LS á þeim tímum ef niðurstöður verða þess eðlis.
    Fræðslustjóra einnig falið að skoða nánar þær tillögur sem fram komu varðandi auglýsingar og sýnileika starfsemi leikskóla Seltjarnarness.
  2. Mál nr. 2018020002
    Heiti máls: Breyting á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis vegna Kirkjubrautar 1.
    Lýsing:Uppdráttur frá Landmótun lagður fram til samþykktar dags. 26.06.2018.
    Afgreiðsla: Uppdráttur samþykktur að áorðnum breytingum samkvæmt umræðu nefndarinnar. Samþykkt að senda í deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
  3. Mál nr. 2018060181.
    Heiti máls: Fornaströnd 5.
    Lýsing: Nýjar teikningar lagðar fram til samþykktar samkvæmt uppdr. dags. 22.06.2018. Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umsóknina enda samræmast breytingarnar deiliskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
  4. Mál nr. 20180601961.
    Heiti máls: Vesturströnd 10.
    Lýsing: Sótt er um leyfi fyrir 1. áfanga og setja tvo kvisti á lægri hluta íbúðarhússins og stækka núverandi kvist á norðurhlið samkvæmt uppdr. dags. 21.6.2018. Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umsóknina enda samræmast breytingarnar deiliskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 20:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?